fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Eyjan

Þeir eru dýrustu þingmennirnir

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 22. september 2018 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur á þingi eru dýrari en karlar. Þetta má sjá á útgefnum tölum um laun og aðrar kostnaðargreiðslur til alþingismanna fyrir fyrstu sjö mánuði ársins. Mikil umræða hefur verið um laun þingmanna og annarra embættismanna að undanförnu enda hafa þeir fengið ríflegri hækkanir en flestir aðrir launþegar og hefur það valdið töluverðri ólgu á vinnumarkaði.

DV rýndi í tölurnar til að sjá hverjir væru dýrustu og ódýrustu þingmennirnir, dýrustu og ódýrustu flokkarnir, muninn á stjórn og stjórnarandstöðu, pólitískum skoðunum og kynjunum

Þetta er brot úr ítarlegri úttekt DV sem birtist í helgarblaðinu.

Dýrustu þingmennirnir

  1. Steingrímur J. Sigfússon – 15.637.222 kr.
  2. Logi Einarsson – 15.179.363 kr.
  3. Ásmundur Einar Daðason – 14.459.034 kr.

Þegar DV gerði úttekt fyrr á árinu voru þessir þrír í sömu sætum. Þingforsetinn Steingrímur sem hefur setið á þingi síðan árið 1983 og gegnt flestum ráðherraembættum á ferli sínum. Steingrímur er með sömu föstu laun og ráðherrarnir en fær auk þess greiðslur fyrir að halda heimili í Þistilfirði. Hann hefur þó búið í Seljahverfinu í Reykjavík í minnst 30 ár.

Logi Einarsson, hjá Samfylkingu, fær 550 þúsund krónur ofan á þingfararkaupið fyrir að vera formaður í stjórnarandstöðuflokki. Auk þess heldur hann heimili á Akureyri og er í næstefsta sæti í föstum mánaðarlegum greiðslum og hefur verið í efra laginu á listanum yfir aðrar greiðslur.

Ásmundur Einar Daðason, félagsmála- og nýskipaður barnamálaráðherra, vermir þriðja sætið á listanum. Hann er bæði ráðherra og landsbyggðarþingmaður og þiggur því greiðslur fyrir að halda heimili í Dalasýslu. Að miklu leyti er annar kostnaður ráðherra á huldu en það sem fleytir Ásmundi svo hátt eru tæplega 400 þúsund króna aukagreiðslur frá Alþingi sem er mun meira en aðrir ráðherrar fá, en flestir þeirra eru með engar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“