fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Deilt um „Eiffelturninn“ sem rísa skal á toppi Úlfarsfells: „Flestir hafa áhyggjur af sjónmengun og geislun“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. september 2018 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúasamtök Úlfarsárdals birta á Facebooksíðu sinni myndir af fyrirhuguðum framkvæmdum á toppi Úlfarsfells, en í deiliskipulagstillögu er gert ráð fyrir útsýnispalli og 50 metra háu fjarskiptamastri frá Sýn hf. á þessu vinsæla útivistarsvæði. Sitt sýnist hverjum um nauðsyn þess að hafa sérstakan útsýnispall á þessu svæði, enda sjáist vel til allra átta af hinum „náttúrulega“ útsýnispalli, sem sé sjálft Úlfarsfellið.

Í skýringaruppdrætti fyrir verkið er mastrið borið saman við ýmsar aðrar „fyrirmyndir“, á borð við Eiffel turninn í París, en hann er 324 metra hár.

Björn I. Björnsson, einn forsvarsmanna Íbúasamtaka Úlfarsárdals, segist í færslu sinni hafa áhyggjur af ísingu í mastrinu:

„Í íbúagátt skipulagsnefndar Mosfellsbæjar frá 11.09.2018 er hægt að sjá deiliskipulags og skýringaruppdrátt af nýju skipulagi fyrir koll Úlfarsfells Reykjavíkurmegin.
Þarna sést hönnunin á mastrinu ásamt útsýnispallinum. Þetta er áhugaverð hönnun miðað við þessa staðsetningu. Í einu skjalinu er verið að bera þetta saman Eifellturninn 🤔

Flestir hafa áhyggjur af sjónmengun og geislun sem gæti komið frá mastrinu en ég hef meiri áhyggjur af ísingunni.
Ég myndi halda að töluverð ísing gæti myndast á mastrinu sem gæti fallið niður á útsýnispallinn. Ísinn fellur ekki lóðrétt beint niður ef það er 50 metra fallhæð og mikill vindur.
Það þarf ekki að spyrja að leikslokum ef einhver fær 2-3 kg klaka í sig sem hefur fallið úr mikili lofthæð. #pælingar
Hvað finnst ykkur um hönnunina á mastrinu og útsýnispallinum?“

 

Ógn við heilsu íbúa

Í bókun Baldurs Borgþórssonar, varaborgarfulltrúa Miðflokksins, um málið segir:

„Það er ekkert náttúrulegt við 50m hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna ógnar við heilsu íbúa. Að ætla sér að færa vandann yfir á íbúa Reykjavíkur er ekki lausn. Það er ósvífni. Fyrir liggur að hér er um að ræða hagsmuni einkafyrirtækis, ekki íbúa.“

 

Bókun Baldurs í heild sinni:

„Miðflokkurinn leggst alfarið gegn fyrirhuguðum framkvæmdum á einum vinsælasta útsýnsstað borgarinnar.
Eftirtekt vekur hversu hart Reykjavíkurborg hefur gengið fram í þessu máli þvert gegn vilja íbúa Úlfarsárdals,Grafarholts sem og íbúa borgarinnar almennt.Það má sjá á þeim óleyfisframkvæmdum sem þegar hefur verið ráðist í og standa nú á Úlfarsfelli. Nú skulu téðar óleyfisframkvæmdir notaðar sem helstu rökin fyrir frekari framkvæmdum.
Samkvæmt uppl. er helsti ávæningur af téðum framkvæmdum tengdur fm útvarpssendum.Á sama tíma eru fm rásir á undanhaldi víðast hvar í Evrópu.
Málsrök bera með sér að slá skuli ryki í augu sjáandans með fyrirheitum um útsýnipalla og náttúruleg byggingarefni. Það er ekkert náttúrulegt við 50m hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna ógnar við heilsu íbúa. Að ætla sér að færa vandann yfir á íbúa Reykjavíkur er ekki lausn. Það er ósvífni.
Fyrir liggur að hér er um að ræða hagsmuni einkafyritækis, ekki íbúa.
Hér er komið mál sem snýst um hvort gæta skal hagsmuna einkafyritækis eða íbúa borgarinnar og er afstaða Miðflokksins skýr: Gæta skal hagsmuna íbúa.
Það er tillaga Miðflokksins að þessari aðför að íbúum ljúki hér og vilji íbúa verði virtur. Jafnframt að núverandi óleyfisbúnaður verði fjarlægður án tafar.“

Image may contain: sky and outdoor

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“