fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Samanburður við lýðveldishátíð og kristnitökuafmæli út í hött

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. september 2018 21:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dálítið skrítið að sjá viðtal við þann mæta mann Skúla Eggert Þórðarson ríkisendurskoðanda þar sem hann nefnir sérstaklega að þjóðhátíðir á Þingvöllum undanfarna áratugi hafi veri miklu dýrari en fullveldishátíðin nú í sumar.

Samanburðurinn er út í hött. Lýðveldisafmælið 1994 og Kristnitökuhátíðin 2000 voru miklu stærri samkomur. Þangað var stefnt landslýð – þótt mæting á seinni hátíðina hafi verið frekar dræm og ekki hafi allir komist sem vildu á fyrri hátiðina.

En þetta voru allt öðruvísi samkomur. Á þeim báðum var fjöldi viðburða og miklu tjaldað til. Báðir atburðirnir höfðu líka beina tengingu við Þingvelli. Þar var lýst yfir íslensku lýðveldi 1944 og þar var tekinn upp kristinn siður árið 1000.

Fullveldishátíðin var haldin á Þingvöllum þótt tengingin við þann stað væri harla óljós. Þetta var heldur ekki nema einn þingfundur. Sextíu og þrír þingmenn, nokkrir embættismenn, sendiherrar og fáeinir erlendir gestir sátu á palli. Það voru haldnar ræður, sem voru ekkert framúrskarandi snjallar (þess má geta að Halldór Laxness og Tómas Guðmundsson ávörpuðu þjóðhátíðina á Þingvöllum 1974) og svo var flutt smá tónlist.

Þetta var varla auglýst neitt, enda komu ekki nema fáar hræður. Lögreglumenn og túristar voru fleiri en almennir gestir.

Skúli segir að reynt hafi verið að hafa fundinn eins ódýran og hægt var. Það er engin sérstök dyggð í sjálfu sér, því engar forsendur voru fyrir því að kostnaðurinn hlypi svona upp. Hvernig stendur til dæmis á 9 milljónum sem virðast hafa farið í ráðgjöf? Ef mældur er fjáraustur á hvern gest á Þingvöllum þennan dag, þá var ábyggilega slegið met.

Einhvers staðar sá ég að menn hafi viljað hafa þetta fallegt og vel lýst, til að gaman væri að horfa á þetta eftir hundrað ár. En í alvörunni, mun einhver kæra sig um það. Menn líta ansi stórt á sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“