fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Vill 400 þúsund króna lágmarkslaun: „Kúgun kvenna á sér margar birtingarmyndir og ein þeirra er láglaunastefna Reykjavíkurborgar“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. september 2018 11:40

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, vill hækka lágmarkslaun Reykjavíkurborgar í 400 þúsund krónur á mánuði í tveimur þrepum. Hún segir þá láglaunastefnu sem borgin reki vera kúgun gegn konum og er hún gagnrýnin á forgangsröðun femínista, sem berjist gegn glerþökum, meðan margar konur séu „pikkfastar í kjallaranum“:

„Kúgun kvenna á sér margar birtingarmyndir og ein þeirra er láglaunastefna Reykjavíkurborgar. Það er staðreynd að vinnuframlag kvenna hefur aldrei verið metið til jafns á við vinnuframlag karla. Það ætti að vera höfuðmarkmið femínismans að lyfta upp kjörum láglaunakvenna en því miður hefur það ekki verið raunin undanfarna áratugi. Hvítur millistéttar femínismi hefur haft áhrif á borgarkerfið en róttækur femínismi, sem horfir á heiminn frá sjónarhorni hinna kúguðustu, hefur ekki náð að eyrum stjórnvalda í borginni. Með annarri hendinni erum við að lyfta upp millistéttarkonum en með hinni að ýta láglaunakonum enn dýpra niður í fátækt, valdaleysi og bjargarleysi. Ríkjandi femínismi hefur verið of upptekin við að brjóta glerþök en gleymir því að margar konur eru pikk fastar í kjallaranum. Þar hefur verið litið fram hjá því hvernig uppruni og efnahagsleg staða kvenna mótar líf þeirra, en stórir hópar kvenna úr röðum innflytjenda vinna allra lægst launuðu störfin. Ef Reykjavíkurborg vill virkilega kalla sig femíníska borg, þarf hún að stöðva arðránið á konum sem halda uppi leikskólum borgarinnar og öðrum félagslegum innviðum hennar með þrotlausri vinnu sinni,“

segir Sanna sem finnst  „viðbjóðslegt“ að horfa upp á konur glata andlegri heilsu þar sem þær séu „kerfisbundið ýtt út á jaðar samfélagsins“ með „grimmri“ láglaunastefnu.

Virðingarleysi Reykjavíkurborgar

Sanna segir lægstu launin endurspegla virðingarleysi borgarinnar í garð starfsfólks síns:

„Starfsfólk Reykjavíkurborgar sem er á lægstu laununum starfar við ræstingar og í þvottahúsum, í móttökueldhúsi á Velferðarsviði, þau sinna kaffiumsjón, starfa í bækistöðvum og sorphirðu og starfa sem ófaglært starfsfólk í leikskólum. Það má segja að við rekum borgina á bakinu á þessu fólki, náum endum saman í borgarrekstrinum og skilum borgarsjóði með afgangi með því að borga þessu fólki svo lág laun að þau duga ekki fyrir helstu nauðsynjum. Þetta er skammarlegt. Það gengur ekki að Reykjavíkurborg greiði fólki minna en það kostar að lifa í samfélaginu, leigja húsnæði, kaupa mat og greiða fyrir aðrar nauðsynjar. Reykjavíkurborg ber að koma fram við starfsfólk sitt af virðingu og meta störf þeirra að verðleikum. Og það er engin virðing fólgin í því að rétta fólki laun sem duga ekki fyrir framfærslu. Það sýnir að borgin hvorki metur þetta starfsfólk né verkin sem það vinnur.“

Lágmarkslaun verði 400 þúsund

Tillaga Sönnu hljóðar upp á 400 þúsund króna lágmarkslaun, sem hækki í tveimur þrepum, í 350 þúsund krónur þann 1. desember 2018 og 400 þúsund þann 1. apríl 2019:

„Lágmarkslaun eru sett við 300.000 krónur á mánuði og sem dæmi eru grunnlaun ófaglærðs starfsfólks á leikskólum borgarinnar 300.344 krónur fyrir skatt. Fólk á þeim launum fær aðeins um 235 þúsund krónur útborgaðar, sem er fjarri því að duga fyrir heildarútgjöldum. Það er hægt að leigja litla íbúð fyrir hærri upphæð í Reykjavík í dag. Það er þumlaputtaregla að fólk eigi ekki að greiða hærra hlutfall launa sinna en 1/3 af útborguðum launum. 1/3 af 235 þúsund krónum er 78 þúsund krónur. Þú færð varla herbergi fyrir þá upphæð í dag. Við, samfélag borgarbúa, getum ekki greitt fólkinu sem gætir barna okkar lægri laun en duga fyrir framfærslu, húsaleigu og sómasamlegu lífi. En fólkið sem við komum svona fram við, einkum konur, halda mikilvægustu kerfunum okkar gangandi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“