fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Uppruni þórðargleðinnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. september 2018 07:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið þórðargleði hefur verið notað nokkuð títt undanfarnar vikur. Þetta er dálítið sérkennilegt orð – þetta er íslenskun á danska orðinu skadefryd, í þýsku heitir það Schadenfreude. Síðastnefnda orðið er í raun alþjóðlegt heiti – ég man ekki eftir orði í ensku sem getur talist nákvæmlega hliðstætt.

Þórðargleðin er komin frá þeim merka sögumanni Séra Árna Þórarinssyni. Þórbergur Þórðarson skráði ævisögu hans í sex bindum. Árni er höfundur orðsins, það verður til þegar hann fylgist með karli sem hét Þórður. Hann hafði þann leiða sið, en þó nokkuð útbreidda, að gleðjast yfir óförum annarra.

Því skrifa sumir Þórðargleði með stórum staf – en mér hefur ekki fundist fara vel á því. Textinn í bókinni er svohjóðandi:

Þórður hét maður og bjó á bæ nokkrum í prestakalli mínu. Einn dag á slætti kom hann út á engjar til fólks síns og fékk þá engu orði upp komið fyrir hlátri: „He-he-he-he; he-he-he-he-he! Nú er það skemmtilegt hjá þeim Norðlingunum. Ég var að lesa Ísafold. Ekki þornað af strái í allt sumar þar fyrir norðan. Öll hey grotnuð niður. Enginn baggi kominn í hlöðu og nú kominn höfuðdagur“. Svo hnippir hann í mann sem hann stóð hjá og segir ískrandi:

„Skratti væri nú gaman að sjá, hvernig þeir taka sig út núna, greyin. He-he-he-he!“

Þetta hugarfar, sem gleðst yfir óförum manna, kalla Danir Skadefrohed og Skadefryd. Við eigum ekkert orð í íslenzku, sem nær gleðinni í þessari illgirni. En síðan ég heyrði söguna af Þórði bónda í prestakalli mínu, hef ég nefnt þennan hugsunarhátt þórðargleði og þann mann þórðarglaðan, sem kætist yfir því, er öðrum gengur illa. En mikil fádæma hugarfarsspilling er nú þetta.

Ekki veit ég hvort þórðargleði er algengari meðal Íslendinga en annarra þjóða. En stundum læðist að manni sá grunur.

Hér er svo brot úr Kiljunni frá síðasta vetri þar sem er fjallað um Séra Árna.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“