fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Halldór Auðar hvetur fólk til að segja upp áskrift að Morgunblaðinu samstundis

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. september 2018 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, hvetur alla áskrifendur Morgunblaðsins til að segja upp áskrift að blaðinu, ef hann væri áskrifandi myndi hann gera það sjálfur. Ástæðan eru Staksteinar Morgunblaðsins í dag þar sem vitnað er í bloggfærslu Halldórs Jónssonar og sagt að ekki sé víst að óhætt sé að birta skrifin.

Beindi Halldór Jónsson sjónum sínum að kynferðislegri áreitni og þá sérstaklega í samhengi við mál Orkuveitu Reykjavíkur. Segir hann að ef konur mættu hafa kynferðislegt frumkvæði þá væru færri vandræði.

Sjá einnig: Morgunblaðið birtir orð Halldórs sem varði Downey

Halldór Auðar segir þetta vera framlag Morgunblaðsins til vitundarvakningarinnar gagnvart kynferðislegu ofbeldi og áreitni sem þessa dagana skekur hæstaréttardómaraefni í Bandaríkjunum og Orkuveituna hér heima, þökk sé hugrökkum þolendum sem þaga ekki lengur, birting skrifanna sé blaut tuska í andlit þeirra.

Hann segir augljóst hvaða skilaboð Morgunblaðið sé að senda: „Þetta er val um að reyna að mynda skjaldborg um ofbeldi og synda gegn straumi samfélagslegra úrbóta.“

Hvetur hann áskrifendur til að segja upp blaðinu: „Væri ég áskrifandi að Morgunblaðinu myndi ég svara þessari ögrun með því að segja upp áskrift samstundis. Ég get ekki farið þá leið en ég vil hvetja aðra til að íhuga hana. Er það virkilega góð fjárfesting að borga fyrir ömurlegt kallaröfl sem hægt er að sjá ókeypis á Moggablogginu hvort eð er?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn