fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Dómsmálaráðherra segir „mikla ánægju“ með þróun mála hjá lögreglunni – Biggi lögga orðlaus

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. september 2018 08:00

Birgir Örn Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, segist orðlaus yfir staðhæfingu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í pontu Alþingis í síðustu viku, sem sagðist ekki hafa heyrt annað en mikla ánægju hjá lögreglunni með þróun mála í löggæslu.

Birgir segir að umræðan um lágpunkt löggæslu hérlendis hafi ekki farið framhjá mörgum:

„Lögreglumenn, m.a. forystufólk í Landssambandi lögreglumanna og Lögreglufélagi Reykjavíkur, hafa stigið fram og lýst þeim sögulega lágpunkti sem löggæslan hefur náð. Ég hef sjálfur m.a. lýst stöðunni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ég ætla ekki að fara að endurtaka það hér. Ég ætla hinsvegar að leyfa ykkur að lesa orð dómsmálaráðherra úr ræðupúlti alþingis í síðustu viku. Ég verð að viðurkenna að ég var gjörsamlega orðlaus við þennan lestur,“

segir Birgir og bendir á orð ráðherra:

„Það er verið að fjölga lögreglumönnum á götunni, það er verið að fjölga lögreglumönnum í vandasömum verkefnum við rannsóknastörf, m.a. í kynferðisbrotum sem hafa setið á hakanum og gerðu það, ekki síst á þeim tíma þegar flokkur hv. þingmanns fór með þann málaflokk. Ég hef ekki heyrt neitt annað en mikla ánægju hjá lögreglunni almennt um þróun þessara mála. Þótt menn taki eitthvert fjölmiðlauppistand þegar kjarasamningar standa hér rétt yfir er það þannig að mikil ánægja hefur verið hjá lögreglunni með þróun þessara mála og jafnvel þannig að menn hafa nú fjárheimildir til að fjölga en hafa ekki einu sinni haft tök á því að fjölga nógu hratt þótt þeir hafi fjárheimildir til þess.“

Ótrúleg lítilsvirðing

„Þarna er dómsmálaráðherra ekki bara að gera lítið úr áhyggjum okkar, heldur er hann að segja að við séum að leika eitthvað leikrit með fjölmiðlum út af því að kjarasamningar eru framundan,“ segir Birgir. „Þetta er ekkert annað en ótrúleg lítilsvirðing í okkar garð frá okkar æðsta yfirmanni. Ég spyr mig líka á hvaða lögreglumenn dómsmálaráðherra sé að hlusta? Þegar umræða OKKAR um óásættanlega stöðu er búin að vera jafn hávær og raun ber vitni kemur hann fram og segist ekki hafa „heyrt neitt annað en ánægju hjá lögreglunni almennt um þróun þessara mála“. Og að lögreglan hafi ekki einu sinni náð að fjölga nógu hratt fyrir allar fjárheimildirnar? Í alvöru?“

Niðurskurður staðreynd

„Þegar einn þriðji af árinu var eftir var staðan hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu orðin svo slæm að það þurfti að skera niður á ýmsum sviðum. Það er staðreynd. Það var ástæða þess að við gáfumst upp og sögðum frá. Samkvæmt nýjum fjárlögum fær lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auknar fjárheimildir upp á um 277 milljónir. Af því eru 80 milljónir tímabundnar, eyrnamerktar í sérverkefni í skipulagðri brotastarfsemi. Þessi hækkun er samtals rétt um þrisvar sinnum það sem hátíðarfundurinn frægi kostaði! Þetta er töfra talan sem á að bjarga löggæslunni á höfuðborgarsvæðinu.“

Dauðans alvara

„Við lögreglumenn höfum stigið fram í dagsljósið og sagt ykkur frá því að löggæslan á höfuðborgarsvæðinu sé í sögulegri lægð. Við gerðum það ekki að gamni okkar. Þetta er dauðans alvara. Þessi viðbrögð dómsmálaráðherra eru ekki bara furðuleg. Þau eru óásættanleg. Þetta er orðið gott.“

Margar gagnrýnisraddir

Fjölmargir hafa gagnrýnt dómsmálaráðherra og staðhæfingar hennar um stöðu lögreglunnar á liðnum mánuðum.

Þar á meðal er Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Geir Jón Þórisson, fyrrum yfirlögregluþjónn, og formaður Landssambands lögreglumanna, Snorri Magnússon.

 

Sjá nánarÓsammála um stöðu löggæslunnar:„Mætir lögreglumenn hrökklast undan álagi til annarra starfa“

Sjá nánar: Geir Jón segir lögreglu á endapunkti:„Löggæslan í landinu er að brenna“

Sjá nánar: Geir Jón sár út í Sigríði og Sjálfstæðisflokkinn:„Það er ekki hægt að treysta svona fólki til að halda utan um svona mikilvægt málefni“

Sjá nánar: Formaður Landssambands lögreglumanna gagnrýnir súlurit dómsmálaráðherra:„Það vantar að minnsta kosti 2,8 milljarða inn í þessar tölur“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus