fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Björn Leví segir yfirmann 365 hafa þrýst á sig

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. september 2018 10:18

Björn Leví Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir á Facebook-síðu sinni að þegar hann vann hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365 hafi yfirmaður hans þrýst á sig að eyða bloggfærslu sem hann skrifaði í frístundum. Færslan sýndi fram á að tónlist.is geymdi ódulkóðaðar upplýsingar og hættan við slíkt væri margvísleg.

„Ég vann í örstuttan tíma í forritun hjá 365. Á þeim tíma skrifaði ég bloggpistil um ódulkóðuð lykilorð eftir ábendingu sem ég fékk. Þetta vakti smá athygli, nægilega mikla til þess að yfirmaður minn var fenginn til þess að biðja mig um að eyða bloggfærslunni. Á þeim tíma var hvergi hægt að sjá að 365 væri eigandi tonlist.is og ég hef ekki hugmynd um hver á vefinn núna,“

skrifar Björn.

Björn segist ekki hafa unnið lengi á 365 eftir þetta:

„Allavega, ég sagðist bara vera að skrifa bloggfærslu í mínum frítíma. Ekkert sem kæmi fram í færslunni væri eitthvað sem ég hefði vegna upplýsinga sem ég hefði aðgang að vegna starfsins míns. Það skipti ekki máli. Það var ágætis reynsla að prófa að vinna þarna. Ég ákvað hins vegar að klára ekki fyrsta 3 mánaða tímabilið … af augljósum ástæðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega