fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Guðbjartur verður framkvæmdastjóri Herjólfs

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. september 2018 20:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjartur Ellert Jónsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. sem rekur Vestmannaeyjuferjuna landskunnu. Var það einróma niðurstaða stjórnar félagsins á fundi í gær, samkvæmt Eyjafréttum.

Ráðningarfyrirtækið Capacent sá um ráðningarferlið og samskipti við umsækjendur. Starfið var auglýst laust til umsóknar þann 27. júlí sl. og lauk umsóknarfresti þann 10 ágúst sl. Ráð er fyrir því gert að Guðbjartur hefji störf hjá félaginu frá og með næstu mánaðamótum og enn fremur að hann muni flytja til Vestmannaeyja með sinni fjölskyldu við fyrsta tækifæri.

Um Guðbjart segir ennfremur:

„Guðbjartur Ellert Jónsson er fæddur á Akureyri árið 1963, og ólst þar upp. Guðbjartur er giftur Önnu Láru Finnsdóttir og eiga þau þrjú uppkomin börn. Guðbjartur lauk BS námi í viðskiptafræði frá University of South Carolina í Bandaríkjunum árið 1990. Guðbjartur lagði svo stund á meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands árið 2004.

Guðbjartur hefur verið búsettur á Húsavík undanfarin ár. Þar gegndi hann m.a. stöðu framkvæmdastjóra Norðursiglingar hf., sem er leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu þ.e. hvalaskoðun, ofl., um nokkurra ára skeið. Áður en til þess kom starfaði Guðbjartur sem fjármálastjóri og staðgengill bæjarstjóra Norðurþings í tæpan áratug. Frá áramótum 2017-2018 hefur Guðbjartur starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi.

Guðbjartur hefur setið í fjölmörgum stjórnum fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka m.a. má nefna:

Formaður stjórnar Sjóbaðanna á Húsavík, formaður stjórnar Northsailing Norway AS., formaður stjórnar Hvalasafnsins á Húsavík, formaður endurskoðunarnefndar Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurbæjar, stjórnarmaður í Dvalarheimili aldraðra sf. á Húsavík.

Guðbjartur hefur enn fremur sinnt félagsmálum og var til að mynda formaður knattspyrnudeildar Fram 2004 til 2006 og síðar formaður knattspyrnudeildar Völsungs á Húsavík 2006 til 2007.

F.h. stjórnar,

Lúðvík Bergvinsson, stj.form.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims