fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Eyjan

Tvö dæmi um lítt vandaða stjórnarhætti

Egill Helgason
Mánudaginn 17. september 2018 14:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum er spurning um að kunna sér mörk. Breytni manna í hlutum sem virka ekki sérstaklega stórir geta varpað ljósi á hugarfar þeirra.

Það er til dæmis komið á daginn að kostnaðurinn við hátíðarsamkomuna á Þingvöllum vegna fullveldisafmælisins var 87 milljónir króna, fór 41 milljón fram úr áætlun. Samkvæmt sundurliðuðum reikningi kostaði lýsingin 22 milljónir króna – um hábjartan dag.

Maður spyr – hvernig er hægt að gera svo vonda áætlun, að kostnaður við frekar litla samkomu næstum tvöfaldis. Og það  hlýtur líka að flökra að manni að aðstandendum þessa sé alveg sama, þeir kæri sig kollótta.

Hvernig er þá framganga þeirra þegar meira er í húfi?

Svo er það nýr forseti borgarstjórnar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.  Hún er fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Má jafnvel segja að það hafi verið stökkpallur  hennar inn í stjórnmálin. Þórdís hefur setið afar stutt í embætti.

Hún heldur veislu í Höfða 6. september. Veislan kostar 350 þúsund krónur – það er ansi vel í lagt. Fyrir það má fá mörg glös af freyðivíni og fjöldann allan af snittum.  Fréttablaðið segir að Þórdís hafi líklega brotið reglur borgarinnar um móttökur af þessu tagi. Þar segir að þær skuli ekki haldnar í tilefni af árlegum viðburðum nema þeir tengist Reykjavíkurborg sérstaklega.

En tengsl Þórdísar við boðsgestina vekja ekki síður athygli. Hún er að nota almannafé til að halda veislu fyrir vinkonur sínar og samherja – og það er henni sem er sérstaklega þakkað fyrir rausnarsemina á heimasíðu félagsins. Þar birtist þessi mynd úr veislunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“
Eyjan
Í gær

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar