fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Friðjón sakaður um herferð gegn WOW: Allt á suðupunkti og samsæriskenningar fljúga -„Þetta eru fullkomin og alger ósannindi“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. september 2018 11:50

Frá vinstri, Róbert Trausti Árnason, Skúli Mogensen, Friðjón Friðjónsson og Stefán Einar Stefánsson. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðrómur gengur nú manna á milli í viðskipta- og fjölmiðlaheiminum að almannatengslafyrirtækið KOM standi að baki neikvæðum fréttum um flugfélagið WOW Air. Friðjón Friðjónsson hjá KOM hafnar því alfarið í samtali við DV. Heldur Friðjón því fram að þetta sé lygi og enginn hjá KOM hafi dreift óhróðri um WOWair. Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiherra og fréttastjóri á Hringbraut heldur því fram fullum fetum að KOM dreifi óhróðri um WOWair. „Þessi framkoma er svo alvarleg að erfitt er að trúa þessu. Fregnir af þessu berast þó úr ýmsum áttum,“ segir fréttastjórinn Róbert Trausti og spyr hvaða hagsmunum sé verið að þjóna.

„Þetta eru fullkomin og alger og helber ósannindi,“ segir Friðjón í samtali við DV þegar pistill Róberts er borinn undir hann.  Hann veit að orðrómurinn er í gangi en minnst var á þetta í athugasemd við Fésbókarfærslu Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW Air.

„Ég sá komment á Facebook-síðu Skúla í gær, það var tekið út því að ég benti viðkomandi á að þetta væri lygi.“

Róbert Trausti telur að KOM sé að dreifa óhróðri um WOW Air með það að markmiði að spilla fyrir skuldabréfaútboði fyrirtækisins. Talar hann um atvinnuróg sem hafi sem betur fer ekki heppnast þar sem skuldabréfaútgáfan hafi tekist vel. Hann segir að Morgunblaðið hafa hlaupið á sig með fréttinni um að WOW Air skuldi ISAVIA tvo milljarða í lendingargjöld en eftir standi spurningin hverra hagsmuna sé verið að þjóna.

Friðjón segir ástæðu fyrir því að ekki var minnst á KOM í pistli Hringbrautar:

„Vegna þess að ef þeir hefðu gert það þá væri ég búinn að stefna þeim. Það er bara ekkert flóknara en það.“

Friðjón segir það ganga gegn hagsmunum sínum og KOM að reyna að spilla fyrir skuldabréfaútboðinu. Friðjón er miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum og situr einnig í stjórn Íslandsstofu sem hefur það hlutverk að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Friðjón tók þar sæti í byrjun mánaðarins en Íslandsstofu stýrir Björgólfur Jóhannsson fyrrverandi forstjóri Icelandair. Friðjón er síðan náinn vinur bæði Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðarins, og Stefáns Einars Stefánssonar, fréttastjóra viðskipta hjá Morgunblaðinu og því hafa ýmsar kenningar farið af stað og fyrsti fjölmiðillinn til að birta slíkt þó án þess að nefna KOM er Hringbraut sem vill meina að Friðjón hafi staðið á bak við fréttir Markaðarins og Morgunblaðsins um WOW Air. Friðjón vísar öllum sögusögnum og pistlinum á Hringbraut á bug:

„Ef að WOW færi þá yrði markaðurinn stressaður, almennt séð. Og hverjir gjalda þegar markaðurinn er stressaður? Það eru fyrirtæki eins og við. Það væri galið hjá mér og ótrúleg skammtímahugsun að fara út í eitthvað svona.“

Annar starfsmaður KOM, Gísli Freyr Valdórsson oft kenndur við lekamálið svokallaða, ræddi um málið á Fésbókarsíðu sinni um helgina og vísar gagnrýni til föðurhúsanna. Segir hann að Viðskiptablaðið, ViðskiptaMogginn og Markaðurinn hafi fjallað vandlega um stöðu flugfélaganna og að WOW Air hafi ekki verið hlíft á neinn hátt. „Forsvarsmenn Wow air hafa ekkert hatað athyglina sem félagið hefur fengið hingað til. En síðustu vikur virðist sem svo að félagið hafi bara ætlað að koma upplýsingum á framfæri á eigin forsendum. Íslensku viðskiptamiðlarnir eru bara betri en svo að þeir láti nota sig með þeim hætti,“ segir Gísli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“