fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Eyjan

Segir fjárlagafrumvarpið ganga gegn loforðum stjórnarsáttmálans

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. september 2018 15:00

Forseti Stúdentaráðs, Elísabet Brynjarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúdentaráð Háskóla Íslands harmar framlög til menntamála í umsögn um fjármálafrumvarpið fyrir árið 2019 sem kynnt var í gær. Er fullyrt að markmið ríkisstjórnarinnar, um að ná meðalfjárframlögum OECD ríkjanna fyrir 2020 og Norðurlandanna fyrir 2025, muni ekki nást og skorað er á Alþingi að gera betur:

„Til þess að ná meðaltali OECD-ríkjanna fyrir árið 2020 þyrfti að auka útgjöld um þrjá milljarða til háskólastigsins á næstu tveimur árum. Til þess að ná meðaltali Norðurlandanna þyrfti háskólastigið um það bil tveggja milljarða aukningu árlega til ársins 2025,“

 segir í umsögninni.

„Raunhækkun háskólastigsins fyrir árið 2019 er um 705 milljónir (1,6%) og fjármálaáætlun 2019-2023 gerir ráð fyrir um 2,7 milljarða viðbót næstu fimm árin til háskólastigsins í heild sinni. Það liggur því í augum uppi að ríkisstjórnin ætlar sér hvorki að standa við þau loforð að háskólar Íslands nái meðaltali OECD-ríkjanna né Norðurlandanna á tímabilinu.“

Markmið náist aðeins með fækkun nemenda

Í umsögn Stúdentaráðs er bent á að aðeins með fækkun nemenda á háskólastigi sé raunhæft að auka fjármagn per nemenda. Það skjóti þó skökku við ef breikka eigi bilið hlutfallslega milli Íslands og Norðurlandanna, yfir þann fjölda sem sækist eftir háskólamenntun:

„Ljóst er að fjármagn á hvern nemenda mun ekki aukast, ef miða má við frumvarpið, nema að fækkun nemenda á háskólastigi eigi sér stað. Aðgangstakmarkanir eiga, að mati Stúdentaráðs, einungis að vera teknar upp þegar markmið þeirra er að auka gæði náms með hagsmuni nemenda að leiðarljósi en ekki til þess að bæta upp fyrir skort á fjármagni til háskólastigsins, þegar ríkisstjórn getur ekki staðið við gefin loforð. Að sama skapi er vert að benda á að nemendum á háskólastigi hefur fækkað síðustu ár og að Norðurlöndin mennta nú hlutfallslega fleiri einstaklinga á háskólastigi en Ísland. Það síðasta sem ríkisstjórnin ætti að vilja er að breikka þetta bil milli Íslands og Norðurlandanna enn frekar; þvert á móti ætti hún að stuðla að frekari menntun, sem ríkisstjórnin telur forsendu framfara í stjórnarsáttmála sínum.“

Ísland í neðsta sæti

Á Norðurlöndunum eru heildartekjur háskóla á ársnema að meðaltali 4,4 milljónir á ári en á Íslandi eru þær aðeins 2,6 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því um 1,8 milljónum króna minna. Í fjárlögunum er raunhækkun Háskóla Íslands um 200 milljónir. Launa- og verðlagsbætur eru stór hluti af þessari hækkun en fjöldi ársnema sem greitt er fyrir stendur nánast í stað í frumvarpi til fjárlaga 2019.

Nemendur fá 70% meira í Svíþjóð.

Nemendur fá 42% meira í Finnlandi.

Nemendur fá 85% meira í Danmörku.

Nemendur fá 81% meira í Noregi.

Skorað á Alþingi

„Gríðarlega mikilvægt er fyrir íslenskt samfélag að hafa samkeppnishæft menntakerfi en til þess þarf ríkisstjórnin að gera líkt og samanburðarríkin og auka bæði fjárfestingar í námi og nemendum. Ljóst er að þessi tvö markmið ríkisstjórnarinnar, að ná meðalfjárframlögum OECD ríkjanna fyrir 2020 og Norðurlandanna fyrir 2025, munu ekki verða að veruleika. Því harmar Stúdentaráð nýútgefið fjárlagafrumvarp í núverandi mynd og skorar á Alþingi að gera betur og ná settum markmiðum í fjármögnun háskólastigsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Patagonia og Landvernd gegn fiskeldi í opnum sjókvíum: „Við eigum að læra af slæmri reynslu nágrannaríkja“

Patagonia og Landvernd gegn fiskeldi í opnum sjókvíum: „Við eigum að læra af slæmri reynslu nágrannaríkja“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Telur fréttamenn RÚV mótmæla handtöku Assange á fölskum forsendum: „Nokkuð langsótt að þessu sinni“

Telur fréttamenn RÚV mótmæla handtöku Assange á fölskum forsendum: „Nokkuð langsótt að þessu sinni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn líka vera „skúrkinn,“ sem skjálfi vegna „geltsins“ frá hagsmunaaðilum – „Minnti helst á Chaplin mynd“

Segir Sjálfstæðisflokkinn líka vera „skúrkinn,“ sem skjálfi vegna „geltsins“ frá hagsmunaaðilum – „Minnti helst á Chaplin mynd“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samningaviðræður um þinglok við Miðflokkinn sagðar stranda á Bjarna Benediktssyni

Samningaviðræður um þinglok við Miðflokkinn sagðar stranda á Bjarna Benediktssyni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Laugavegur verður öfugur: Keyrt verður upp Laugaveginn – Já, upp Laugaveginn!

Laugavegur verður öfugur: Keyrt verður upp Laugaveginn – Já, upp Laugaveginn!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Davíð Stefánsson: Forsenda óbreyttra lífsgæða Íslendinga er milljarður á viku

Davíð Stefánsson: Forsenda óbreyttra lífsgæða Íslendinga er milljarður á viku