fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Rekstarhagnaður Isavia tæpir 2,2 milljarðar: „Í meginatriðum í takt við áætlanir félagsins“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. september 2018 12:02

Björn Óli Hauksson Forstjóri Isavia Mynd/Isavia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2018 var jákvæð um 2.186 milljónir króna og jókst um 9% á milli ára. Rekstrartekjur námu 19.015 milljónum króna sem er 2.099 milljóna króna aukning samanborið við sama tímabil á síðasta ári eða 12%. Heildarafkoma tímabilsins var jákvæð um 1.571 milljón króna samanborið við 1.482 milljónir króna á sama tímabili á síðasta ári og hækkaði því um 89 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

„Afkoma Isavia var í meginatriðum í takt við áætlanir félagsins. Ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fyrstu sex mánuði þessa árs hefur fjölgað um 15,6% samanborið við sama tímabil í fyrra. Það er veruleg fjölgun sem er að stærstu hluta tilkomin vegna fjölgunar skiptifarþega sem er í takt við spár Isavia. Metfjöldi farþega hefur farið um Keflavíkurflugvöll nú í lok sumars. Sú fjölgun farþega sem hefur orðið hefur tryggt okkur það að aldrei áður hefur verið flogið til jafnmargra áfangastaða frá Íslandi, hvort sem það er í Evrópu eða Norður-Ameríku,“

segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. 

Lykiltölur úr hálfsársuppgjöri 2018

  • Tekjur: 19.015 milljónir króna
  • Rekstrarhagnaður: 2.186 milljónir króna
  • Heildarafkoma eftir skatta: 1.571 milljón króna
  • Handbært fé: 2.372 milljónir króna
  • Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 3.038 milljónir króna
  • Eigið fé í lok tímabils: 32.576 milljónir króna
  • Eiginfjárhlutfall: 43,0%
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“