fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Eyjan

WOW air mengar svipað og öll álverin

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. september 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein frá Kristni H. Gunnarssyni:

Ferðaþjónustan mengar nærri þrisvar sinnum meira en öll álframleiðslan sé tekið mið af nýlegri skýrslu sem birt var 8. nóvember 2016. Skýrslan heitir „Carbon Footprint of Inbound Tourism to Iceland: A Consumption-Based Life-Cycle Assessment including Direct and Indirect Emissions“  og er eftir þrjá vísindmenn við verkfræði- og umhverfisdeild Háskóla Íslands, Hannah Sharp, Josefine Grundius og Jukka Heinonen.

Í skýrslunni er leitast við að leggja mat á áhrif erlendra ferðamanna á útblástur gróðurhúsaloftegunda á Íslandi. Komist er að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að útblásturinn hafi verið 800 þúsund tonn af CO₂ á árinu 2010 en hafi verið orðinn 1.800 milljón tonn af CO₂ árið 2015 vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna til landsins. Að gefnum ákveðnum forsendum um vegalengd flugs að meðaltali, gerðar flugvéla og samsetningu ferðamannafjöldans eftir helstu markaðssvæðum er komist að þeirri niðurstöðu að hver ferðamaður valdi mengun upp á 1,35 tonn af CO₂ þegar allar gróðurhúsalofttegundirnar hafa verið umreiknaðar yfir í koldíoxíð. 50% – 82% af þessari mengun kemur frá millilandafluginu einu og sér og annað verður til innanlands.

Ferðamönnum hefur fjölgað úr 1,26 milljón árið 2015 í 2,22 milljónir á árinu 2017 sem gefur áætlun upp á 3.200 milljónir tonna af CO₂ mengun miðað við óbreyttar forsendur. Samsetning ferðamannanna hefur breyst á þann veg að hlutur fjarlægra svæða (Asía, Ameríka) hefur aukist en hlutur nálægra (Evrópa ) minnkað. Ekki er gott að áætla með nákvæmni hvað sú breyting hefur aukið mengunina, en miðað við tölur Ferðamálastofu og skiptingu ferðamanna þar eftir svæðum er ekki óvarlegt að ætla að þessi aukning sé a.m.k. 10%. Þá fæst að áætluð mengun vegna erlendra ferðamanna jafngildi um 3,5 milljónir tonna af CO₂.

Til samanburðar má nefna að á síðasta ári var mengunin vegna allra álveranna á Íslandi 1,3 milljónir tonna af CO₂ eða aðeins rúmlega þriðjungur af menguninni vegna erlendu ferðamannanna.

Hlutur íslensku flugfélaganna er um 77% samkvæmt því sem fram kemur á vef turisti.is, Icelandair er með um 45% og WOW air um 32%.  WOW air eitt mengar samkvæmt þessu svipað og öll álverin þrjú á árinu 2017.  Stóriðjan er inn í tölum íslenskra stjórnvalda um loftslagsmengun á Íslandi og er vandlega fylgst með málmbræðslunni og gerð krafa um samdrátt og aðgerðir til mótvægis. Ferðaþjónustan og millilandaflugið er hins vegar utan við bókhald íslenskra stjórnvalda og eru upplýsingar um mengun af völdum þess ekki teknar saman og hvergi sæmilega aðgengilegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Ísland meðal duglegustu ríkja við að innleiða tilskipanir EES: „Kemur mér ekki á óvart“

Ísland meðal duglegustu ríkja við að innleiða tilskipanir EES: „Kemur mér ekki á óvart“
Eyjan
Í gær

Þingflokkur Pírata beitti sér gegn Birgittu sem segist „svívirt“ – Píratar skiptast í tvær ólgandi fylkingar

Þingflokkur Pírata beitti sér gegn Birgittu sem segist „svívirt“ – Píratar skiptast í tvær ólgandi fylkingar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Píratar höfnuðu Birgittu – Yfirgaf fundinn grátandi

Píratar höfnuðu Birgittu – Yfirgaf fundinn grátandi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forsvarsmenn Secret Solstice segja fréttaflutning um gjafamiða borgarstjóra vera villandi

Forsvarsmenn Secret Solstice segja fréttaflutning um gjafamiða borgarstjóra vera villandi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn logar

Sjálfstæðisflokkurinn logar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Björn segir skopmyndateiknara Morgunblaðsins ekkert fyndinn: „Áróður reistur á upplýsingafölsunum“

Björn segir skopmyndateiknara Morgunblaðsins ekkert fyndinn: „Áróður reistur á upplýsingafölsunum“