fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Efasemdir stjórnarflokka um þriðja orkupakka ESB

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. september 2018 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efnt var til umræðufundar í gær í Háskóla Íslands um þriðja orkupakkann svokallaða, á vegum Heimssýnar og tengdum félögum. Mættir voru fulltrúar fimm stjórnmálaflokka á Alþingi.

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, sótti fundinn einnig. Hann segir sterka andstöðu innan stjórnarflokkanna við að samþykkja orkupakkann á Alþingi:

„Þar voru komnir þingmenn frá fimm af þeim flokkum, sem eiga fulltrúa á Alþingi, þ.e. frá Sjálfstæðisflokki, Miðflokki, Framsóknarflokki, Samfylkingu og Vinstri grænum. Það var augljóst af ræðum Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks og Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns VG að innan beggja þeirra þingflokka er sterk andstaða við að samþykkja þennan pakka. Raunar voru ræður þeirra svo afgerandi að erfitt er að sjá, hvernig þau gætu greitt pakkanum atkvæði sitt eftir þær ræður. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, talaði mjög opið um málið og nánast ómögulegt að átta sig á hver hennar afstaða verður en hins vegar er vitað að innan þingflokks Framsóknarflokks er líka sterk andstaða við málið. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, sagði nokkuð ljóst að það væri ekki meirihluti í þinginu fyrir samþykkt orkupakkans og hann yrði ekki samþykktur nema flokksræði yrði beitt. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar sá ekkert athugavert við að samþykkja pakkann, eins og búast mátti við.

Miðað við þessa stöðu er ekki ólíklegt að eitthvað dragist að leggja málið fyrir þingið og verði það lagt fyrir þingið, má búast við löngum afgreiðslutíma.“

Bjarni á öndverðum meiði við Landsvirkjun

Þriðji orkupakki ESB  snýr í grunninn að flutningi og sölu raforku milli landa, þar sem sérstök stofnun Evrópusambandsins, ACER, hefur valdheimildir til að úrskurða í deilum um orkusölu. Vegna einangraðs orkumarkaðar hér á landi snertir þriðji orkupakkinn Ísland lítið sem ekkert.

Verði sæstrengur lagður frá Íslandi til Bretlands, sem síðan tengist Evrópu, horfir málið hinsvegar öðruvísi við, þar sem stjórnarskráin setur öllu valdaframsali skorður, sem yrði óhjákvæmilegur fylgifiskur slíks sæstrengs, í gegnum ACER, sem hefði þá úrskurðarvald yfir orkumálum hér á landi, verði orka keypt til Íslands, væntanlega óháð tvíhliða samningi milli Íslands og Englands.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur þó sagt að engin áform séu uppi um að tengja íslenska raforkumarkaðinn við hinn evrópska.

 

Á heimasíðu Landsvirkjunar eru talin upp rök fyrir lagningu sæstrengs, sem hefur lengi verið til skoðunar. Þar segir:

Markaðsaðgengi

  • Sæstrengur rýfur markaðseinangrun íslenska raforkumarkaðarinsog veitir Íslendingum aðgang að stóru markaðssvæði þar sem endurnýjanleg og sveigjanleg raforka er mikils metin.
  • Aðgengi að mörkuðum gerir Íslendingum kleift að fábesta mögulega verð fyrir afurð orkuauðlinda landsins. Íslensk raforkuvinnsla skilar þá meiri arði, innstreymi gjaldeyris eykst og fjölbreytni viðskiptavina í íslenska orkugeiranum verður meiri.
  • Íslendingar fá tækifæri til aðnýta orkuauðlindir sínar betur með aukinni hagkvæmni núverandi virkjana og með sölu á umframorku sem nú þegar er til staðar í raforkukerfinu.

Orkuöryggi

  • Tenging Íslands við annað land með sæstreng rýfur einangrun íslenska raforkukerfisinsog við það eykst orkuöryggi landsins.
  • Hægt verður að hægja á útflutningium sæstreng eða flytja inn raforkud. í tilfelli þurrka, lélegs vatnsbúskapar, bilana í virkjunum eða náttúruhamfara. Íslensk heimili, fyrirtæki og iðnaður munu njóta góðs af því.
  • Samhliða lagningu sæstrengs eykst fjölbreytni framboðs raforkuá Íslandi þar sem nýir raforkukostir bætast við sem annars stæðu líklega ekki til boða sökum óhagkvæmni (t.d. vindorka, lágvarmavirkjanir, bændavirkjanir).

Sjálfbærni

  • Raforkuvinnsla á Íslandi er endurnýjanlegen sökum einangrunar Íslands og orkuöryggisviðmiða í rekstri raforkukerfisins er mikið af ónýttri orku til í kerfinu. Með tengingu mætti nýta þessa umframorku og minnka sóun.
  • Endurnýjanleg íslensk raforka sem flutt er um sæstreng til Bretlands mun aðstoða við minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegundaí heiminum og þar með aðstoða í baráttunni við loftslagsbreytingar.
  • Sveigjanleiki íslenska vatnsaflskerfisinsgerir það að verkum að hægt yrði að flytja raforku til Íslands þegar framboð raforku er mikið í Evrópu (og um leið raforkuverð lág) sökum mikillar vinnslu vind- og sólarorku. Þannig getur Ísland hjálpað Bretlandi að snúa baki við mengandi orkukostum og auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“