fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Eyjan

Guffi bílasali hyggst bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi: „Ekkert persónulegt gegn Bjarna Benediktssyni“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 19:45

Guffi og Geländewagen-jeppinn frá Mercedes Benz. Guffi er mikill aðdáandi þýska stálsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðfinnur Stefán Halldórsson, betur þekktur sem Guffi bílasali, hyggst bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi. Þetta tilkynnti hann á útvarpi Sögu á dögunum.

„Ég er að bjóða mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Á næsta landsfundi ætla ég að bjóða mig fram. Þetta er ekkert persónulegt gegn Bjarna Benediktssyni, ég þekki nú fjölskyldu hans vel og Bjarni er fínn drengur og góður drengur,“

sagði Guðfinnur, sem er einn harðasti Sjálfstæðismaður sem fyrirfinnst:

„Enginn gæti fengið mig til að kjósa eitthvað annað en Sjálfstæðisflokkinn. Frekar myndi ég fara á skautasvell í helvíti.“

Þorsteini aldrei fyrirgefið

Myndin af Þorsteini er til hægri. Sótt af Facebooksíðu ungra Sjálfstæðismanna

Ástæðan fyrir framboði Guðfinns er þó nokkuð óhefðbundin, en hún tengist málverki af fyrrum formanni Sjálfstæðisflokksins, sem Guðfinnur er afar ósáttur við að hangi enn uppi á vegg í Valhöll:

„Þetta er vegna þess að þeir vilja ekki hlusta á mig þarna uppi í Valhöll. Ég heimta að myndin af Þorsteini Pálssyni verði tekin niður og breytt í píluspjald niðri í kjallara. Hann er orðinn dálítið vinstrisinnaður, en ef þessi mynd verður ekki tekin, fer ég í framboð. Mér finnst hann bara ekki eiga að vera þarna, þetta er ekkert persónulegt við hann, en maður sem er ekki með hugsjónir flokksins og skilur ekki sjálfstæðisstefnuna…það þarf að skilja sjálfstæðisstefnuna!“

sagði Guðfinnur.

Þegar Guðfinni var bent á að Þorsteinn hefði nú verið formaður flokksins, sem mögulega réttlætti slíka mynd í flestum tilfellum, sagði Guðfinnur:

„Já, já, hann réðst á Albert Guðmundsson, það verður aldrei  fyrirgefið!“

Spyrjandinn sagði það hafa verið flókið mál, en þá var Guðfinnur snöggur til svars:

„Það er nú einfalt mál fyrir mér!“

Gömul hefð

Hefð er fyrir því að máluð sé mynd af formönnum Sjálfstæðisflokksins, sem prýðir heiðursstað í Bókastofu Valhallar. Fram að árinu 1983, þegar Þorsteinn tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum, hafði Baltasar Samper, listmálari og faðir Baltasar Kormáks, hins kunna leikara og leikstjóra, málað flesta af formönnum Sjálfstæðisflokksins.

Listmálarinn Stephan Lárus gerði síðan myndina af Þorsteini Pálssyni nú á síðari tímum, sem Guðfinnur vill breyta í píluspjald, þó ekki vegna listræns ágreinings, heldur telur Guðfinnur að aðeins gegnharðir Sjálfstæðismenn eigi að fá mynd af sér í Valhöll. Stephen málaði einnig mynd af Davíð Oddssyni, sem vígð var í fyrra.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri
Eyjan
Í gær

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið