fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |
Eyjan

Segir Bjarna Ben hafa verið þátttakanda í „sviðssetningu“ kínverska kommúnistaflokksins

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 16:30

Wang Yajun, fulltrúi CPC ásamt grunlausum Bjarna Benediktssyni, í miðju áróðursleikriti, ef marka má orð Björns Bjarnasonar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, fjallar í dag um heimsókn erindreka kínverska kommúnistaflokksins hingað til lands á dögunum.  Eyjan greindi frá fundinum um helgina.

Stutt er síðan að Björn fjallaði um þá ógn sem stafaði af nýlendutilburðum Kínverja á heimsvísu, ekki síst í Norðurskautsráðinu, hvar Ísland mun fara með formennsku á komandi árum. Taldi Björn ástæðu til að vara við þrýstingi kommúnistaveldisins.

Björn Bjarnason

Af orðum Björns má ráða að fundurinn hafi verið leikþáttur í áróðursherferð kínverska kommúnistaflokksins og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og aðrir íslenskir fulltrúar, hafi ekki áttað sig á því að þeir væru hluti af sýningunni. Vitnar Björn í orð Smára McCarthy, þingmanns Pírata, sem sagði við DV að fundurinn hefði verið kurteisisheimsókn hvar mest var spjallað um veðrið:

 „Ætla má að íslenskir viðmælendur kínversku sendinefndarinnar hafi ekki áttað sig á að þeir voru í raun þátttakendur í sviðsetningu af hálfu kínverska kommúnistaflokksins. Í huga Kínverja  var þetta ekki „hluti diplómatískrar móttöku“ eða kurteisisheimsókn þar sem spjallað var um veðrið heldur unnu þeir að því að boða stjórnmálaflokkum á Íslandi „hugsun Xi Jinpings“ og að þeirra sögn „í boði íslenska utanríkisráðuneytisins“. Allt var þetta til heimabrúks.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagðist við DV hafa rætt opinskátt um mannréttindi við Kínverjana, bæði jafnréttismál og réttindi hinsegin fólks. Engum sögum fer þó af því hvernig tekið var í þær opinskáu viðræður, eða hversu móttækilegur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrir leyndum áróðri kommúnistanna í austri.

 

Engin tilkynning á vef Alþingis

Björn er einnig gagnrýninn í garð Alþingis, fyrir að birta ekkert um fundinn við fulltrúa utanríkismálanefndar:

„Mikilvægt er að halda öllu sem best til haga sem varðar samskipti okkar og Kínverja, annars er heildarmyndin ekki skýr. […]  Ekki er að finna neina tilkynningu á vefsíðu alþingis um fund fulltrúa úr utanríkismálanefnd þingsins með kínversku sendinefndinni. Óvenjulegt er að það skuli taka viku að setja tilkynningu um fund fjármálaráðherra og Kínverjanna á vefsíðu stjórnarráðsins.“

Enn er ekkert að finna á vef Alþingis um fundinn, þegar þetta er ritað.

 

Var nauðsynlegt að hitta þá ?

Þá spyr Björn að því hvort nauðsynlegt hafi verið að veita sendinefndinni móttöku:

„Þarna voru ekki venjulegir stjórnarerindrekar á ferð heldur erindrekar kínverska kommúnistaflokksins. Dregið skal í efa að íslenska utanríkisráðuneytið hafi boðið þeim til landsins heldur hafi stjórnvöld ákveðið að taka á móti sendinefndinni þegar hún boðaði komu sína. Því má velta fyrir sér hvort ástæða hafi verið til þess. Eitt er að semja um fríverslun, ræða fjölgun ferðamanna eða kínverska fótfestu á Kárhóli í Reykjadal í Þingeyjarsýslu annað að fá flokkslínuna frá Xi. Hún á ekkert erindi hingað hvað sem líður áhuga kínverska kommúnistaflokksins á útbreiða boðskapinn um heimsbyggðina.“

 

Íslendingarnir móttækilegir fyrir boðun kommúnisma

Í kínverskum fréttum er fundurinn sagður hafa verið jákvæður fyrir kommúnistaflokkinn:

„Lýsing fulltrúa ILD á því sem gerðist á fundum þeirra með íslenskum ráðamönnum sýnir að þeir telja sig hafa náð verulegum árangri við að kynna stefnu Xi Jingpings, flokksleiðtoga og forseta Kína. Lausleg endursögn á tilkynningunni er en stuðst er við þýðingu á ensku eftir Jichang Lulu:

„Í boði íslenska utanríkisráðuneytisins fór varaformaður ILD, Wang Yajun, fyrir sendinefnd sem heimsótti Ísland frá 31. júlí til 2. ágúst, hún hitti formann Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra [Bjarna] Benediktsson, fyrrv. forseta [Ólaf Ragnar] Grímsson [og] formann utanríkismálanefndar alþingis [Áslaugu Örnu] Sigurbjörnsdóttur, og átti ítarleg skoðanaskipti við ýmsa helstu stjórnmálaflokkana og boðaði og kynnti fyrir einstaklingum af ýmsum þjóðfélagsstigum hugsanir Xi Jinpings um sósíalisma með kínverskum sérkennum á nýjum tímum og hvernig háttað er framkvæmd kínverskra aðila á því sem boðað var á 19. þinginu [Kommúnistaflokks Kína].“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Gleðigangan er í dag
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragnar Þór orðlaus: Bankastjórinn fær 312 þúsund á mánuði í 40 ár

Ragnar Þór orðlaus: Bankastjórinn fær 312 þúsund á mánuði í 40 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dýrt lambakjöt og Hagsmunagæslustofa bænda

Dýrt lambakjöt og Hagsmunagæslustofa bænda