fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
Eyjan

Vigdís segir Helgu Björg standa á bak við nýja rannsókn á sínu eigin eineltismáli – „Stjórnsýsla Reykjavíkur rannsakar sjálfa sig og tekur ekki mark á dómstólum!!!“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. ágúst 2018 11:14

Helga Björg og Vigdís- Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra, sem að mati Héraðsdóms Reykjavíkur sýndi undirmanni sínum eineltistilburði, með þeim afleiðingum að Reykjavíkurborg var dæmd til sektar upp á 1,5 milljónir, kallaði sjálf eftir því að borgarritari, Stefán Eiríksson, virkjaði sérstakt eineltisteymi Skóla- og frístundarsviðs, til að rannsaka eineltismálið betur, eftir að áfrýjunarfrestur málsins var liðinn.

Þetta segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins á Facebook í dag.

Hún segir stjórnsýslu Reykjavíkur í molum, sem rannsaki sjálfa sig og að þolandinn þurfi að mæta á fundi, þvert gegn vilja sínum, vegna hinnar nýju rannsóknar:

„Stjórnsýsla Reykjavíkur er í molum. Stjórnsýsla Reykjavíkur rannsakar sjálfa sig og tekur ekki mark á dómstólum!!! Nýverið felldi Héraðsdómur Reykjavíkur dóm í eineltismáli innan ráðhússins. Sá sem lagður var í einelti vann fullan sigur, borgin ákvað að fara ekki með málið fyrir Landsrétt og þolanda dæmdar bætur. Undir venjulegum kringumstæðum væru þetta málalok. Svo er ekki í ráðhúsinu. Því nú hefur borgarritari virkjað eineltisteymi Skóla- og frístundasviðs til að „rannsaka málið“. Samkvæmt mínum upplýsingum var það gert að beiðni undirmanns hans – einmitt þess sem lagði þolandann í einelti sem starfar sem skrifstofustjóri borgarstjóra. Þolandanum/fjármálastjóranum er nú gert, þvert gegn vilja sínum, að mæta á fundi vegna þessa. Skrifstofa borgarstjóra heldur s.s. áfram með málið þó búið sé að dæma í því með afdráttarlausum orðum dómara um framkomu skrifstofustjóra í garð undirmanns.“

 

Undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna

Í dómnum segir að framkoma Helgu Bjargar sé „lítilsvirðing“ við starfsmann sinn og sá dómarinn ástæðu til að minna Helgu á að undirmenn hennar væru ekki „dýr“ í hringleikahúsi yfirmanna.“

Morgunblaðið kvaðst hafa heimildir fyrir því að bæði borgarritari og borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, hafi vitað um málið og lögfræðingar stefnenda/þolenda hafi hvatt þá til að ná sátt í málinu utan dómstóla. Hinsvegar hafi verið ákveðið að fara dómstólaleiðina, þrátt fyrir að augljóst þætti að staða Helgu Bjargar væri afar veik í málinu.

Í dómnum kemur einnig fram að á tíma­bil­inu frá októ­ber 2016 og fram á sumar 2017 fór fram sátta­með­ferð milli þeirra Helgu og þolandans. Þau hittu sál­fræð­ing á sátta­fundum, bæði hvort í sínu lagi og saman. Í des­em­ber 2016 var gert hlé á við­tals­tímum og ákveðið að hittast á ný á vor­dögum til eftir­fylgni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur