fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Katrín hefur sungið sitt síðasta í þjóðsöngsmálinu –  Bjarni tekur við

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. ágúst 2018 16:39

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson mun taka við þjóðsöngsmálinu svokallaða þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur ákveðið að víkja sæti í málinu. Mbl greinir frá.

„Ég ákvað, í ljósi þess að ég kom að þessu máli á fyrri stig­um, að mér fynd­ist rétt­ast eft­ir mína um­hugs­un að víkja sæti og bað Bjarna um að taka þetta mál fyr­ir mig. Það sem ligg­ur fyr­ir núna er að taka af­stöðu til máls­ins og hann mun gera það,“

sagði Katrín við Morgunblaðið.

 

Kynning eða auglýsing ?

Margir muna eftir kynningarstiklu RÚV í aðdraganda og á meðan Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stóð yfir, þar sem ýmsir þjóðþekktir Íslendingar, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, lásu upp textalínur úr þjóðsöngnum, Ó Guð vors lands.

Forsætisráðuneytið er með það til skoðunar hvort myndskeiðið teljist brot á lögum um þjóðsönginn, en bannað er að nota hann í viðskipta- og auglýsingaskyni og getur brot á lögunum varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi.

Katrín þekktist boðið

RÚV bauð Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, upphaflega að koma í viðtal um málefni ríkissjónvarpsins. Í því boði var spurt hvort hún gæti einnig tekið þátt í upplestrinum, en ekki kom fram í þeim samskiptum að myndskeiðið yrði mögulega notað í auglýsingarskyni, heldur yrði notað sem undanfari fyrir HM, upphitun fyrir ferð landsliðs Íslands til Rússlands. Taldi Katrín að sú notkun bryti ekki í bága við lög um þjóðsönginn, samkvæmt fyrirspurn Morgunblaðsins upphaflega.

Eftir að myndskeiðið birtist fyrst, hafa þó nokkrir haft samband við forsætisráðuneytið vegna notkunar þjóðsöngsins, sem er kveikjan að fyrirspurn ráðuneytisins til RÚV þann 3. júlí.

 

Dagskrárkynning, ekki auglýsing

Í svari Margrétar Magnúsdóttur, skrifstofustjóra RÚV við fyrirspurn forsætisráðuneytisins er því mótmælt að um lögbrot sé að ræða, þar sem um sé að ræða dagskrárkynningu fyrir HM, sem hafi ekki birst í sérstökum og skýrt afmörkuðum auglýsingartímum RÚV.

Auk þess sé dagskrárkynningin einskorðuð við ljóð Matthíasar Jochumssonar, en ekki lagið sjálft, og því teljist myndbandið ekki sem hefðbundinn flutningur á þjóðsöngnum samkvæmt skilningi laganna.

Í lok myndbandsins er birt skiltið „RÚV – okkar allra“ og það sé jafnan notað í viðarmeiri dagskrárkynningum RÚV.

Þá er sagt að markmið RÚV hafi verið að  stuðla að „félagslegri samheldni“ og gerðar hafi verið dagskrárkynningar af ýmsu tagi til að byggja upp stemmningu fyrir HM, til þess að sýna tengsl þjóðarinnar við knattspyrnu, stolt og stuðning við landsliðið. Nálgunin með myndbandinu hafi verið því marki sett að sameina þjóðina.

Í svari forsætisráðuneytisins til Morgunblaðsins segir að málið sé enn til skoðunar og endaleg afstaða verði tekin að lokinni þeirri skoðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus