fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Heimta fund vegna byggingar knatthúss í Hafnarfirði – Draga lögmæti ákvörðunar bæjarráðs í efa

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. ágúst 2018 16:59

Hafnarfjörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa farið fram á fund vegna ákvarðanatöku um breytt áform varðandi knatthús, sem „keyrð var í gegn með meirihlutavaldi á lokuðum fundi“ meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar og bæjarráðs stóð, samkvæmt tilkynningu.

Lögmæti ákvörðunarinnar er dregin í efa, þar sem bæjarráð er ekki talið hafa umboð til slíkrar stefnumarkandi ákvörðunartöku meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur yfir:

„Undirritaðir bæjarfulltrúar í Hafnarfirði hafa farið fram á að boðað verði til fundar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem haldinn verði eigi síðar en miðvikudaginn 15. ágúst nk.  Beiðnin kemur í framhaldi af ákvarðanatöku um breytt áform varðandi knatthús sem keyrð var í gegn með meirihlutavaldi á lokuðum fundi í miðju sumarleyfi bæjarstjórnar og bæjarráðs, þar sem einungis 3 af 11 bæjarfulltrúum samþykktu stefnubreytingu í málefnum er varða uppbyggingu á íþróttamannvirkjum. Fulltrúar fengu afar skamman fyrirvara á tillögunni og skorti verulega á gögn og upplýsingar varðandi forsendur hennar.

Fulltrúar þeirra flokka sem sitja í minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar draga lögmæti ákvörðunarinnar í efa enda er umboð bæjarráðs til ákvarðanatöku í sumarleyfi bæjarstjórnar ekki hugsað til töku stefnumarkandi ákvarðana heldur eingöngu í þeim tilgangi að tryggja eðlilega afgreiðslu mála sem eru til meðferðar í stjórnkerfinu. Einungis tveir af fjórum flokkum í minnihluta bæjarstjórnar eiga atkvæðisrétt í bæjarráði og hafa því ekki haft neina aðkomu að ákvarðanatökunni. Það er því eðlilegt að bæjarstjórn taki ákvörðunina til opinnar og málefnalegrar umfjöllunar þar sem fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn eiga fulltrúa og atkvæðisrétt.“

Bæjarfulltrúarnir sem standa að baki fundarboðinu eru:

Adda María Jóhannsdóttir, Samfylkingu, Friðþjófur Helgi Karlsson, Samfylkingu, Guðlaug Kristjánsdóttir, Bæjarlistanum, Jón Ingi Hákonarson, Viðreisn, Sigurður Þ. Ragnarsson, Miðflokki.

Deilan um knatthúsin hefur lengi verið í fréttum. Ákveðið hafði verið að Haukar og FH fengu sitt knatthúsið hvor, en Björt Framtíð setti sig á móti því á sínum tíma og tók afstöðu með þáverandi minnihluta. Þá var ákveðið að FH fengi annað knatthús á sínu svæði, sem Haukar voru ósáttir við. Þegar verkið fór síðan í alútboð spruttu upp deilur að nýju, þar sem vinna við útboðsgögn var gagnrýnd af BF, þar sem þau þóttu sniðin að formanni knattspyrnudeildar FH, sem sendi inn tilboð sem umboðsaðili finnsks fyrirtækis, en lægsta tilboðið var 50% hærra en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega