fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Ráðherra segir arðgreiðslur Péturs óeðlilegar – „Ekki markmið ríkissjóðs að einstaklingar þéni á úrræðum“ – Brynjar kemur Pétri til varnar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 14:40

Ásmundur Einar Daðason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag greindi Fréttablaðið frá því að Pétur G. Broddason, hefði í gegnum samnefnt eignarhaldsfélag um hið einkarekna meðferðarheimili Laugaland, greitt sér rúmar 42 milljónir í arð frá árinu 2008.

Pétur er eini eigandi fyrirtækisins og jafnframt framkvæmdarstjóri þess, en tekjurnar eru allar í boði ríkisins þar sem Laugaland er með samning við Barnaverndarstofu, sem hefur yfirstjórn með heimilinu og sinnir eftirliti.

Afgangurinn af rekstarfénu virðist hinsvegar renna beint í vasa Péturs, að sögn Fréttablaðsins.

„Ég hef bara ekki hugmynd um það, þú verður bara að spyrja Barnaverndarstofu að því. Ég rek fyrirtækið undir yfirstjórn hennar þannig að ég vísa því bara þangað. Allir ársreikningar mínir fara þangað. Það er lögum samkvæmt heimilt og í rauninni er þetta bara allt annað en menn geta ímyndað sér. Í rauninni er þetta hluti af mínum launum við að reka fyrirtækið. Það er mitt að ákveða hvernig ég geri það eins og í öðrum fyrirtækjum,“

sagði Pétur aðspurður um arðgreiðslurnar.

Arðurinn ekki eðlilegur

Ríkisendurskoðun hefur lagt til á liðnum árum að afstaða verði tekin til einkarekinna meðferðarheimila sem rekstrarforms og hefur velferðarráðuneytið sagt að ný stofnun tæki við verkefnum slíkra heimila, út frá hagkvæmissjónarmiðum.

Ásmundur Einar Daðason, velferðarráðherra, segir slíkar arðgreiðslur ekki vera eðlilegar:

„Það fer gott orð af úrræðinu á Laugalandi. Hins vegar erum við nú að fara yfir öll þessi úrræði sem við erum að bjóða og heildarendurskoðun hafin innan starfshóps og von er á að þeirri vinnu ljúki nú á haustmánuðum. Þetta hlýtur að verða skoðað samhliða í þeirri vinnu. Það er ekki eðlilegt að menn séu að greiða sér háan arð úr svona fyrirtækjum. Það er ekki markmið ríkissjóðs að einstaklingar þéni á úrræðum. Það er markmið ríkissjóðs að við veitum góð úrræði.“

Brynjar til varnar arðgreiðslum

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir engin nýmæli að ríkið kaupi þjónustu af einkaaðilum í rekstri. Sem fyrr notar Brynjar háðið sér til halds og trausts er hann segir:

„Hægt er auðvitað að komast hjá því með að banna öðrum en ríkisvaldinu að standa í sjálfstæðum atvinnurekstri. Slíkt myndi leiða til jöfnuðar og réttláts samfélags að mati margra. Þar sem við höfum enn ekki náð slíkum jöfnuði og réttlæti eru til þeir sem hætta fé sínu í atvinnurekstri í því skyni að hafa tekjur og arð eins og kostur er, oft í erfiðu samkeppnisumhverfi. Almennt er nokkur skilningur á því nema þegar hið opinbera kaupir heilbrigðis-og/eða velferðarþjónustu. Þurfa þeir sem hafa tekjur og arð af slíkum viðskiptum við ríkið að sæta aðför og gefa fjölmiðlar ekkert eftir í þeim efnum. Þar heyrist hæst í þeim sem hafa hvað mestar áhyggjur af hatursumræðu annarra.“

Þá segir Brynjar að hann myndi ekki hætta sínum peningum í slíkar fjárfestingar, ef ekki megi greiða sér arð:

„Ef ríkið telur hagstæðara að reka alla þessa þjónustu sjálft er því í sjálfsvald sett að gera það. Ekki ætla ég að hætta fé mínu í fjárfestingar og rekstur í velferðarþjónustu ef enginn arður er leyfilegur því ríkið er stærsti kúnninn.“

Hvort ríkisstjórnarsamstarfið riði til falls vegna þessa skoðanaágreinings stjórnarþingmannanna skal ósagt látið, en málið er vissulega vatn á myllu stjórnarandstæðinga og dropinn holar steininn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti