fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Eyjan

Hjónavígslum hjá Siðmennt fjölgar hratt milli ára – „Algengar meðal ferðamanna“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 08:52

Sigurður Hólm, formaður Siðmenntar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar, félagi siðrænna húmanista, segir athöfnum hjá félaginu fara fjölgandi með hverju árinu. Á þessu ári hafa farið fram 202 hjónavígslur á vegum Siðmenntar, en í fyrra voru þær alls 213.  Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

„Óskum eftir athöfnum hefur farið fjölgandi á hverju ári síðan við fórum að bjóða upp á þessa þjónustu. Ég held það verði ekkert lát á þessari fjölgun á næstu árum. Giftingar eru mjög algengar meðal erlendra ferðamanna en líka meðal Íslendinga,“

segir Sigurður.

Hjá félaginu starfa á fjórða tug athafnastjóra, en Siðmennt býður upp á samskonar þjónustu og Þjóðkirkjan, það er giftingar, nafngjafir, útfarir og fermingar. Sigurður segir að færri komist að en vilja á athafnastjóranámskeið Siðmenntar, en þeim fjölgi í takt við eftirspurn.

Fjöldi þeirra sem kjósa þjónustu Siðmenntar hefur tvöfaldast á síðustu fimm árum, í takt við aukinn ferðamannastraum.

Á sama tíma hefur fækkað verulega í Þjóðkirkjunni. Árið 1992 voru 92,2 prósent landsmanna skráðir í Þjóðkirkjuna, en um áramótin 2016-17 var hlutfallið komið undir 70 prósent.

Ríflega 111 þúsund þjóðarinnar standa nú utan Þjóðkirkjunnar, en hér á landi búa um 347 þúsund manns samkvæmt tölum frá 2017. Árið 2000 stóðu rúmlega 30.000 manns utan hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Bjarni segir viðbrögðin vera „óþarfa upphlaup“ úr öllu samhengi: „Lítill hausverkur við hliðina á hinu“

Bjarni segir viðbrögðin vera „óþarfa upphlaup“ úr öllu samhengi: „Lítill hausverkur við hliðina á hinu“
Eyjan
Í gær

Vigdís óttast geislun frá mastri á Úlfarsfelli – „Hræðsluáróður, rangfærslur og dylgjur“

Vigdís óttast geislun frá mastri á Úlfarsfelli – „Hræðsluáróður, rangfærslur og dylgjur“