fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. júlí 2018 10:50

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir kröfu ljósmæðra um 18,4 launahækkun uppskrift að óstöðugleika. Í samtali við Morgunblaðið segir Bjarni:

„Það er ástæða til þess að hafa mikl­ar áhyggj­ur af þeirri stöðu sem upp er kom­in. Ann­ars veg­ar í tengsl­um við þá stöðu sem er í heil­brigðis­kerf­inu vegna ljós­mæðra. Þá er ég að vísa til upp­sagna ljós­mæðra og yf­ir­vinnu­banns þeirra. Hins veg­ar er ástæða til þess að hafa áhyggj­ur af því al­mennt hver staðan er í kjara­mál­um á Íslandi í dag, eft­ir að við höf­um náð fram á und­an­förn­um árum al­gjör­lega for­dæma­lausri kaup­mátt­ar­aukn­ingu.“

Hækkun ljósmæðra myndi gilda í 9 mánuði. Á sama tíma og deilurnar standa yfir virðast vera nægur peningur til í ríkiskassanum til að hækka laun forstjóra hjá ríkinu og svo alþingismanna. Þannig hækkuðu laun alþingismanna um 45% í lok árs 2016. Bjarni er nú með 1,8 milljón króna í laun. Nýverið fengu svo forstjórar afturvirkar launahækkanir og í þeim hópi var Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sem fékk sex milljónir síðustu mánaðamót.

Staðan á Landspítalanum er orðin grafalvarleg og margar verðandi foreldrar skelkaðir. Þá hefur DV birt myndskeið af Bjarna á landsfundi Sjálfstæðismanna sem hefur vakið mikla athygli. Þar sagði Bjarni:

„Ef dugandi fólks og lækna hefði ekki notið við á Landspítalanum hefði ég getað misst bæði konu og barn fyrir ári síðan.“

Rétt rúmu ári áður var eiginkona hans og barn þeirra hjóna hætt komið. Hefur þessi ræða verið rifjuð upp eftir að ljósmæður fóru fram á hærri laun, en brot úr ræðu Bjarna má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af