fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Eyjan

Vill sporna við landakaupum erlendra auðmanna: „Eitt af forgangsmálum þessarar ríkisstjórnar er að setja skilyrði við kaup á landi“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 16:30

Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgangna- og sveitastjórnarmála

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur umræða hefur skapast vegna kaupa erlendra auðjöfra á landeignum á Íslandi. Er nafn James Ratcliffe, ríkasta manns Bretlands, oft nefnt í því sambandi, en hann á stóran hluta jarða í Vopnafirði og meirihluta í Grímsstöðum á Fjöllum. Svisslendingurinn Rudolf Walter Lamprecht á jarðir í Mýrdalshreppi, sem og bandarískir fjárfestar sem keyptu Hótel Kötlu í gegnum Kea-hótel.

Þá eru erlendir fjárfestar einnig að skoða kaup á Hjörleifshöfða, en landareignin sem fylgir honum er 11.500 hektarar, landmesta jörð á Suðurlandi. Þá hafa rússneskir auðmenn keypt jarðir fyrir austan og ítalski baróninn Felix Von Longo-Liebenstein á jörðina Engjanes í Eyvindarfirði á Ströndum, þar sem til stendur að byggja Hvalárvirkjun, líkt og Stundin hefur fjallað um.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur talað gegn slíkum kaupum. Hann segir á Facebook-síðu sinni í dag að horfa skuli til Danmerkur og Noregs þegar kemur að því að setja skilyrði við landakaupum, en það sé eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar:

„Mikilvægt er að landi sem hentar vel til ræktunar verði ekki ráðstafað til annarra nota. Tæplega 2400 jarðir, um 30%, eru í eigu fyrirtækja. Eignarhaldið og markmiðið er oft óljóst. Ef jarðir eru í eigu erlendra fyrirtækja er nær ómögulegt að rekja hverjir hinir raunverulegu eigendur eru.  Hægt er að færa góð og gild rök fyrir því að land utan skipulagðs þéttbýlis skuli vera í eigu þeirra sem hafa fasta búsetu, hafa af því atvinnu og taki þátt í samfélaginu. Þau rök gildi jafnt um Íslendinga sem útlendinga. Dómaframkvæmd Evrópudómstólsins telur m.a. að sjónarmið um rekstur tiltekinna bújarða og stefnu stjórnvalda að búið skuli á tilteknum svæðum allan ársins hring teljist lögmæt. Við eigum að horfa til þess hvernig Danir og Norðmenn haga sínum jarðarmálum.  Eitt af forgangsmálum þessarar ríkisstjórnar er að setja skilyrði við kaup á landi sem taki mið af jákvæðri þróun byggða um land allt. Land er takmörkuð auðlind og undirstaða verðmætasköpunar og velferðar í landinu.“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, virðist á öndverðum meiði, en hann nefnir að ekki megi skerða eignarrétt landaeigenda samkvæmt stjórnarskránni. Ekki er þó ljóst hvað Hannes eigi við með að erlend stórveldi eignist hér jarðir í „annarlegum tilgangi.“

„Um er að ræða rétt eigenda til að selja jarðir sínar hæstbjóðanda, og skerðing á þeim rétti er skerðing á eignarréttinum, sem er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni. Og ef Íslendingar vilja kaupa fasteignir á Spáni, þá verða Spánverjar að fá að kaupa fasteignir á Íslandi. Hitt er annað mál, að erlend stórveldi, sem ekki eru vinir okkar og bandamenn, eiga ekki að geta eignast landflæmi hér í annarlegum tilgangi, eins og Einar Þveræingur benti fyrstur á snemma á elleftu öld.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins