fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Eyjan

Efnaðir útlendingar kaupa Mýrdalssand – Hjörleifshöfði til sölu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 08:47

Vík í Mýrdal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir fjárfestar eiga nú um 4.700 hektara jörð Í Mýrdalshreppi, með kaupunum á Hótel Kötlu á Höfðabrekku. Jörðin nær yfir hluta Mýrdalssands ásamt fjalllendi. Eignarhaldið er í gegnum 75% eignarhlut í Kea-hótelum, sem er í eigu bandarískra fjárfestingafélaga. Morgunblaðið greinir frá.

Jóhannes Kristjánsson var eigandi Hótels Kötlu ásamt konu sinni og börnum. Mun hann selja hótelið með öllu og flytja af jörðinni. Með jörðinni fylgja veiðiréttindi og flugvöllur en 103 herbergi eru til staðar á hótelinu sem verður eitt af 11 hótelum í eigu Kea-hótela.

Svisslendingurinn Rudolf Walter Lamprecht á jarðir, hús og veiðiréttindi í Mýrdalshreppi einnig og munu nýir eigendur Hótels Kötlu fá aðgang að Kerlingadalsá og Vatnsá í gegnum félag þar sem Lamprecht er í meirihluta.

Þá hafa erlendir aðilar sýnt áhuga á Hjörleifshöfða og jörðinni sem honum fylgir, en alls 11.500 hektarar eru til sölu.
Morgunblaðið hefur eftir Sigurði Sigurðsyni, löggiltum fasteignasala hjá Lögmönnum Suðurlandi, að jörðin sé verðlögð á um 250-500 milljónir króna, sem er helmingi minna en í fyrrasumar, er verðhugmyndir voru um 500-1000 milljónir. Bandarískir aðilar sýndu jörðinni áhuga, en þeir höfðu hug á að byggja lúxushótel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Bjarni segir viðbrögðin vera „óþarfa upphlaup“ úr öllu samhengi: „Lítill hausverkur við hliðina á hinu“

Bjarni segir viðbrögðin vera „óþarfa upphlaup“ úr öllu samhengi: „Lítill hausverkur við hliðina á hinu“
Eyjan
Í gær

Vigdís óttast geislun frá mastri á Úlfarsfelli – „Hræðsluáróður, rangfærslur og dylgjur“

Vigdís óttast geislun frá mastri á Úlfarsfelli – „Hræðsluáróður, rangfærslur og dylgjur“