fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Ásmundur ósáttur við ljósmæður: „Að einhverjum detti í hug að nota svona orðbragð í kjarabaráttu!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. júlí 2018 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sér hafi ofboðið mótmælaspjald sem notað var á mótmælafundi ljósmæðra í vikunni. Tilefni ummælanna er mynd sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins af undirbúningi mótmælafundarins. Í Facebook-færslu fyrir helgi skrifaði Ásmundur um myndina að ljótleiki kjarabaráttunnar ætti engin takmörk.

Í þættinum Vikulokin á Rás 1 í dag var Ásmundur spurður út í þessi ummæli og sagði hann:

„Mér fannst myndbirting á forsíðu Fréttablaðsins, þar sem ófrísk kona var að búa til mótmælaspjald þar sem á stóð „Helvítis fokking fæðingar“, að segja svona um fallegasta hlut sem hver kona, fjölskylda og foreldrar upplifa, það fallegasta sem guð gaf okkur – fæðingin – að einhverjum detti í hug að nota svona orðbragð í kjarabaráttu, ég bara á ekki til orð yfir það. Að fólk láti sér slíkt um munn fara um þetta fallega sköpunarverk sem við erum öll hluti af.“

Aðrir gestir þáttarins tóku að nokkru leyti undir með Ásmundi þó að þeir kvæðu ekki eins sterkt að orði. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði þetta til marsk um að samfélagsumræðan væri orðin hömlulausari en hún var og fólk leyfi sér að setja hlutina fram á grófari hátt en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“