fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
Eyjan

Ásmundur ósáttur við ljósmæður: „Að einhverjum detti í hug að nota svona orðbragð í kjarabaráttu!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. júlí 2018 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sér hafi ofboðið mótmælaspjald sem notað var á mótmælafundi ljósmæðra í vikunni. Tilefni ummælanna er mynd sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins af undirbúningi mótmælafundarins. Í Facebook-færslu fyrir helgi skrifaði Ásmundur um myndina að ljótleiki kjarabaráttunnar ætti engin takmörk.

Í þættinum Vikulokin á Rás 1 í dag var Ásmundur spurður út í þessi ummæli og sagði hann:

„Mér fannst myndbirting á forsíðu Fréttablaðsins, þar sem ófrísk kona var að búa til mótmælaspjald þar sem á stóð „Helvítis fokking fæðingar“, að segja svona um fallegasta hlut sem hver kona, fjölskylda og foreldrar upplifa, það fallegasta sem guð gaf okkur – fæðingin – að einhverjum detti í hug að nota svona orðbragð í kjarabaráttu, ég bara á ekki til orð yfir það. Að fólk láti sér slíkt um munn fara um þetta fallega sköpunarverk sem við erum öll hluti af.“

Aðrir gestir þáttarins tóku að nokkru leyti undir með Ásmundi þó að þeir kvæðu ekki eins sterkt að orði. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði þetta til marsk um að samfélagsumræðan væri orðin hömlulausari en hún var og fólk leyfi sér að setja hlutina fram á grófari hátt en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur