fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Handritin í heimsókn frá Danmörku

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag kl 15.10 lenda tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga sem varðveitt eru í Kaupmannahöfn á Keflavíkurflugvelli. Ormsbók, eitt af höfuðhandritum Snorra Eddu, og Reykjabók Njálu, elsta nær heila handrit sögunnar og eina handrit hennar sem enn er varðveitt í Kaupmannahöfn. Þessi handrit koma í heimsókn til Íslands í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár sem opnuð verður í Listasafni Íslands þann 18. júlí í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Þar munu handritin tvö vera í öndvegi.

Guðrún Norðdal

Forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Guðrún Norðdal, sagði við Eyjuna að handritin væru afar áhugaverð:

„Reykjabók Njálu er auðvitað eitt elsta og nær alveg heila handrit sögunnar og er þessi stóra íslendinga saga. Og í Snorra Eddu handritinu er þessar ritgerðir um íslenskuna, elsta íslenska málfræðiritgerðin sem er frá 12. öld og aðeins varðveitt í þessu handriti. Það verður því mjög gaman að fá að handleika handritin og sýna þau almenningi. Þetta er okkar menningararfur.“

Guðrún segir að engar samningaviðræður standi yfir um að fá öll handritin heim frá Danmörku svo hún viti til:

„Það er eitthvað sem ríkisstjórnin þyrfti að ákveða. En við erum auðvitað mjög áhugasöm um að fá þau heim. Árni Magnússon safnaði þeim á sínum tíma og gaf síðan til Kaupmannahafnarháskóla, sem var auðvitað okkar háskóli líka þar sem enginn slíkur var kominn á íslandi og í raun það eina sem Árni gat gert.“

Fljótlega eftir að Ísland varð lýðveldi árið 1944 hófust viðræður við Dani um að öll íslensk miðaldahandrit sem varðveitt væru í Kaupmannahöfn skyldu flutt til Íslands. Tíu árum síðar hófust samningaviðræður milli þjóðanna um afhendingu íslenskra handrita. Árið 1961 náðist samkomulag um að handrit skrifuð á íslensku með efni sem varðaði Ísland og íslensk málefni sérstaklega yrðu flutt til Íslands en önnur íslensk miðaldahandrit yrðu áfram varðveitt í Kaupmannahöfn. Vorið 1971 komu fyrstu tvö handritin heim til Íslands, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða.

Á Keflavíkurflugvelli tekur sérsveit Ríkislögreglustjóra við handritunum og flytur þau í Árnastofnun þar sem Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum veitir þeim viðtöku og varðveitir þar til sýningin Lífsblómið opnar. Klukkan 16.30 mun Guðrún opna handritakassana og segja stuttlega frá handritunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn