fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2019  |
Eyjan

Anna Kolbrún:„Þeir sem sátu eftir vildu helst ekki tala við okkur sem fórum yfir í Miðflokkinn“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 24. júní 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn er ekki orðinn eins árs gamall en hefur engu að síður unnið tvo góða kosningasigra. Ein þeirra sem stendur í fremstu víglínu flokksins er Anna Kolbrún Árnadóttir, en hún var kjörin á Alþingi í haust. Kristinn hjá DV ræddi við Önnu um jafnréttismálin sem eru henni svo kær, erfiðan skilnað við Framsóknarflokkinn og baráttuna við illvíga og sjaldgæfa tegund af krabbameini.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV

Missti vini úr Framsóknarflokknum

Sigurður Ingi Jóhannsson sigraði Sigmund Davíð í formannsslag Framsóknarflokksins á flokksþingi 2. október árið 2016 og í næstum því ár ríkti ógnarjafnvægi innan flokksins. Þegar boðað var til kosninga í október síðastliðnum og bæði Sigmundur Davíð og helsti bandamaður hans, Gunnar Bragi Sveinsson, fengu mótframboð í forvali, var ákveðið að kljúfa flokkinn og stofna nýjan, sem varð Miðflokkurinn. Anna Kolbrún var einn af stofnmeðlimum hans.

Hvernig var stemmningin í Framsóknarflokknum fyrir skilnaðinn?

„Hún var ekki góð og það var mikil tortryggni. Ef ég var í hópastarfi einhvers staðar kom oft einhver frá skrifstofunni og passaði upp á hvað væri sagt og gert, og hvernig. Flokkurinn var ekki í lagi og það var eins og það væri verið að passa upp á einhverja gullkálfa.“

Undanfari Miðflokksins var Framfarafélagið sem Sigmundur stofnaði í maí árið 2017 og Anna Kolbrún var með í því. Samkvæmt henni var ekki ljóst þá að stofnaður yrði stjórnmálaflokkur út frá því.

Var erfitt að skilja við Framsóknarflokkinn?

„Já og það kom mér á óvart hversu erfitt það var og mér finnst ennþá leitt hvernig fór. Þetta var eins og erfiður skilnaður og viðbrögðin eftir því. Þeir sem sátu eftir vildu helst ekki tala við okkur sem fórum yfir í Miðflokkinn og gjáin dýpkaði.“

Misstir þú vini?

„Já, ég missti vini. En það er ekki endilega þeirra sök, ég valdi að fara. Í stað þess að fara í rifrildi, rökræður og leiðindi þá skildi ég þetta bara eftir og hélt áfram minn veg.“

Það berast fregnir af hita milli Framsóknarmanna og Miðflokksmanna í þinginu. Hvernig upplifir þú þetta?

„Það eru hörð orðaskipti milli manna í þingsalnum, til dæmis varðandi spítalamálið og húsnæðisliðinn í verðtryggingunni. Utan þingsals halda stjórnarliðarnir mikið saman og eru ekki mikið að tala við okkur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Trygging Isavia flogin á brott: „Málinu er þó ekki lokið og verður rekið fyrir dómstólum“

Trygging Isavia flogin á brott: „Málinu er þó ekki lokið og verður rekið fyrir dómstólum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi til Miðflokksins og er í sögulegri lægð – Píratar bæta við eftir Birgittumálið

Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi til Miðflokksins og er í sögulegri lægð – Píratar bæta við eftir Birgittumálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Sama hvaða drullupollur verður á vegi Miðflokksins, þingmenn hans stökkva kátir í bað“

„Sama hvaða drullupollur verður á vegi Miðflokksins, þingmenn hans stökkva kátir í bað“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er FaceApp flagð undir gömlu skinni ? – „Grunsemdir um að þetta sé njósnaforrit á vegum rússnesku leyniþjónustunnar!“

Er FaceApp flagð undir gömlu skinni ? – „Grunsemdir um að þetta sé njósnaforrit á vegum rússnesku leyniþjónustunnar!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta útilokar stofnun nýs stjórnmálaflokks: „Læt öðrum eftir það stöff“

Birgitta útilokar stofnun nýs stjórnmálaflokks: „Læt öðrum eftir það stöff“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Dapurlegar hótanir og mismunun af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga“

„Dapurlegar hótanir og mismunun af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga“