fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Stefna á 40/60 kynjahlutfall í framkvæmdarstjórnum fyrirtækja

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. júní 2018 12:55

Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA og Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deloitte hefur skrifað undir samning við Félag kvenna í atvinnulífinu um samstarf í hreyfiafls- verkefninu Jafnvægisvoginni sem formlega fór af stað í síðasta mánuði. Deloitte mun taka saman heildræn gögn á stöðu jafnréttis meðal stjórnenda í íslensku atvinnulífi. Að verkefninu standa auk FKA og Deloitte velferðarráðuneytið, Morgunblaðið og Pipar TBWA. Markmið Jafnvægisvogarinnar er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi, segir í tilkynningu.

Deloitte hefur um árabil lagt áherslu á jafnréttismál og hefur fyrirtækið verið með jafnlaunastefnu frá árinu 1999. Fyrsta jafnlaunavottunin var í höfn árið 2013 og eru kynjahlutföll mikilvægur þáttur í öllum þeirra ferlum, þar með talið í ráðningarferlum, samkvæmt tilkynningu.

„Við höfum náð jöfnum kynjahlutföllum Jafnvægisvogar í framkvæmdaráði og stjórn og höfum lagt mikla áherslu á að búa til sterkar kvenfyrirmyndir með því að efla sérstaklega kvenstjórnendur. Við erum afskaplega ánægð með að hafa fengið þetta tækifæri til að vinna með FKA að þessu þjóðþrifa verkefni. Okkar starfsemi byggir í heild sinni á mannauði, þ.e. hugviti og metnaði okkar sérfræðinga. Fjölbreyttni í þekkingu, reynslu og viðhorfum er því sérstaklega mikilvæg en þar eru jafnréttismál lykilatriði. Við höfum t.a.m. lagt mikið upp úr því að kynjahlutföll þeirra sem fara í löggildingarpróf séu sem jöfnust,“

segir Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte.

„Fyrsta verkefni Jafnvægisvogarinnar er að taka saman heildræna stöðu jafnréttis meðal stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöðurnar og er sú vinna hafin. Að því búnu er mögulegt að kortleggja aðgerðir. Við viljum hvetja stjórnendur fyrirtækja á Íslandi til þess að skrifa undir viljayfirlýsingu um að hefja þessa vegferð með okkur og vinna að jöfnum tækifærum kynjanna. Takið frá 31. október því þá verður ráðstefna þar sem niðurstöður verða kynntar og fyrirmyndarfyrirtæki kynna aðgerðir,“

segir Guðrún Ragnarsdóttir, stjórnarkona FKA og talsmaður Jafnvægisvogarinnar.

Fyrirhugað er að veita Jafnvægisvogarmerkið á öðru ári og með því verða dregin fram í sviðljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar eftir þeim mælikvörðum sem verða skilgreindir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“
Eyjan
Í gær

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Í gær

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi sem formaður

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi sem formaður
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“