fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Jón Páll áfram bæjarstjóri

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. júní 2018 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísfirðingurinn Jón Páll Hreinsson, sem ráðinn var bæjarstjóri Bolungarvíkur árið 2016 eftir að forveri hans, Elías Jónatansson, var ráðinn orkubússtjóri Vestfjarða, verður áfram bæjarstjóri Bolungarvíkur næstu fjögur árin. Hann skrifaði undir ráðningarsamning þess efnis á fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær.

Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihluta sínum í nýliðnum sveitastjórnarkosningum, fékk fjóra fulltrúa kjörna, meðan Máttur meyja og manna fékk þrjá fulltrúa. Er þetta þriðju kosningarnar í röð sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta.

Jón Páll er með M.Sc. í alþjóðaviðskipt­um frá Norweg­i­an School of Mana­gement – BI og B.Sc. í markaðsfræðum frá Tækni­skóla Íslands. Hann hefur fjölþætta reynslu úr at­vinnu­líf­inu sem markaðsstjóri hjá fram­leiðslu­fyr­ir­tæki og for­stöðumaður hjá flutn­inga­fyr­ir­tæki auk þess að hafa starfað sem umboðsmaður skemmti­ferðaskipa.

Hann hef­ur tengst sveit­ar­stjórn­ar­mál­um m.a. í gegn­um starf sitt und­an­far­in ár sem ráðgjafi hjá At­vinnuþró­un­ar­fé­lagi Vest­fjarða og sem fram­kvæmda­stjóri Markaðsstofu Vest­fjarða. Þar hef­ur hann veitt ým­iss kon­ar ráðgjöf til fyr­ir­tækja, stofn­ana og sveit­ar­fé­laga, aðallega á sviði rekstr­ar- og markaðsmá­la auk áætl­un­ar­gerðar og stefnu­mót­un­ar­verk­efna. Jón Páll hef­ur einnig komið að fjöl­mörg­um ný­sköp­un­ar­verk­efn­um í störf­um sín­um auk þess að vera virk­ur í fé­lags­mál­um.

Af pólitískum afrekum Jóns Páls á kjörtímabilinu má nefna, að fyrir tilstilli hans var Mýrarboltinn haldinn í Bolungarvík í fyrrasumar og þótti heppnast vel, en sá viðburður hafði ávallt verið haldinn á Ísafirði fram að því.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus