fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Eyjan

„Borgin er augljóslega notuð sem áróðurstæki“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. maí 2018 07:00

Eyþór Arnalds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær barst tilkynning frá Reykjavíkurborg um að hreinsun gatna í völdum hverfum í Reykjavík yrði tilkynnt íbúum með sms skeytum, í stað hefðbundinna dreifibréfa. Tekið er fram að um tilraunaverkefni sé að ræða, með það að markmiði að ná betur til fólks á umhverfisvænan máta. Byrjað verður á að senda skeyti í síma fólks sem býr í hverfum með póstnúmerunum 110 og 108, samkvæmt skráningu á ja.is.

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir við Eyjuna að tímasetningin sé engin tilviljun, heldur segir þetta dæmigerður kosningaáróður:

„Borgin er augljóslega notuð sem áróðurstæki í kosningabaráttu Samfylkingarinnar. Nú til þess að auglýsa um hreinsun gatna, merkilegt nokk, sem hefur heldur betur vantað upp á síðustu árin,“

segir Eyþór og vandar Degi B. Eggertssyni ekki kveðjurnar í aðdraganda kosninga:

„Það er engin spurning að borgarstjóri notar borgina í áróðursskyni, til þess að koma sínum pólitísku skilaboðum áleiðis og hann seilist ansi langt í þeim efnum þykir mér. Það á ekki bara við um þetta mál, heldur ýmisleg önnur mál einnig,“

segir Eyþór og nefnir dæmi:

„Auk þessa er verið að úthluta lóðum með fyrirvara um skipulag og þá er nú verið að byrja á öfugum enda hefði ég haldið. En til að láta allt líta betur út er lóðunum útdeilt fyrst og þá heldur fólk að allt sé klappað og klárt, en þó er fyrirvari um að skipulagið gangi eftir. Þetta er alveg eins með biðlistana. Þar er fólki á biðlista eftir leikskólaplássi sent bréf frá borginni þar sem því er lofað plássi, en fyrirvari er neðst í bréfinu um að kannski fáist leikskólaplássið ekki eftir allt saman. Þetta eru allt aðferðir til að láta hlutina líta betur út en þeir eru.“

 

Slíkar sms sendingar frá borginni gætu brotið í bága við fjarskiptalög, sem banna sms sendingar í markaðsskyni. Í lögum um fjarskipti frá árinu 2003 segir í 46. grein undir liðnum óumbeðin fjarskipti:

Notkun sjálfvirkra uppkallskerfa, símbréfa eða tölvupósts, [þ.m.t. hvers konar rafrænna skilaboða (SMS og MMS)], 1) fyrir beina markaðssetningu er einungis heimil þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram.“

Á þetta reyndi í síðustu viku þegar Póst- og fjarskiptastofnun vildi ekki veita Reykjavíkurborg leyfi til að senda hóp sms á unga kjósendur til að auka kjörsókn, líkt og Eyjan greindi frá,  en kjörsókn hefur farið minnkandi síðastliðin ár og vildi borgin sporna við þeirri þróun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“
Eyjan
Í gær

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar