fbpx
Mánudagur 17.júní 2019
Eyjan

Að læra af göfugum mistökum

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 12. maí 2018 11:30

Dagur B. Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að drykkfelldir ofbeldismenn skjálfi nú á beinunum. Og er það ekki vegna þess að þeir séu að reyna að hætta að drekka. Í fyrradag kynnti nefnilega Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, fyrir hönd borgarinnar, ásamt fulltrúum lögreglu, slökkviliðs, og skemmtistaðaeigenda, samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði.
Til að ná fram markmiðum sínum, eiga dyraverðir til dæmis að vera sérstaklega merktir á upphandlegg og munu fulltrúar samkomulagsaðila funda ársfjórðungslega. Þá má ekki afgreiða fólk sem er sýnilega ölvað, eða ekki til þess bært að gæta að eigin öryggi, um áfengi.
Þetta göfuga markmið um að útrýma ofbeldi á skemmtistöðum verður að teljast ansi … göfugt.
Orðið á götunni er að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Þorsteinn Pálsson ranghvolfi nú augum sínum yfir þessu útspili í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna, þar sem þau hafi ekki sérstaklega góða reynslu af göfugum markmiðum af þessu tagi, en í embættum sínum sem borgarstjóri og dómsmálaráðherra árið 1997, kynntu þau stefnu sína um fíkniefnalaust Ísland fyrir árið 2000. (Sem gjarnan var eignað Framsóknarflokknum). Það göfuga markmið náðist ekki.
Orðið á götunni er að alltaf megi læra af göfugum mistökum annarra, því Dagur hafði þó rænu á að setja ekki neinn tímaramma á hvenær nákvæmlega ofbeldið ætti að heyra sögunni til á skemmtistöðunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Umsóknum í HR fjölgar um 10%

Umsóknum í HR fjölgar um 10%
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Maður vinnur ekki ef maður spilar við eiganda spilavítisins

Maður vinnur ekki ef maður spilar við eiganda spilavítisins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Benedikt gagnrýnir hæfisnefnd um stöðu seðlabankastjóra – „Þetta er í hæsta máta óeðlilegt“

Benedikt gagnrýnir hæfisnefnd um stöðu seðlabankastjóra – „Þetta er í hæsta máta óeðlilegt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole segir það alvarleg mistök að hafa látið WOW air falla – Spyr hvort oddvitar ríkisstjórnarinnar séu eftirsóttir í stjórnir fyrirtækja

Ole segir það alvarleg mistök að hafa látið WOW air falla – Spyr hvort oddvitar ríkisstjórnarinnar séu eftirsóttir í stjórnir fyrirtækja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Ingi samþykkir breytingar á úthlutunum til sveitarfélaga

Sigurður Ingi samþykkir breytingar á úthlutunum til sveitarfélaga