fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Oddviti Höfuðborgarlistans um Fréttablaðið: „Eins og verið sé að fela minni framboðin þar sem þau skipti engu máli“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björg Kristín Sigþórsdóttir, borgarstjóraefni Höfuðborgarlistans, setur spurningamerki við könnun Fréttablaðsins á dögunum um fylgi framboðanna í Reykjavík. Þar mældist Höfuðborgarlistinn undir einu prósenti. Höfuðborgarlistinn fékk MMR hinsvegar til þess að gera könnun fyrir sig, þar sem Höfuðborgarlistinn mældist með mann inni, eða 5.6 prósenta fylgi. Hún segir töluverðan mun á þessum könnunum og skorar Björg á Fréttablaðið að upplýsa um hvernig spurningin í könnun Fréttablaðsins hafi verið orðuð:

„Við hjá Höfuðborgarlistanum veltum fyrir okkur hver spurningin var í þessari könnun. Samkvæmt könnun sem við létum gera fyrir okkur mældumst við mann inni í Reykjavík með 5,6% fylgi. Samkvæmt þessari könnun fáum við 12,5% af því mælda fylgi. Mikilvægt fyrir bæði okkur og kjósendur að fá spurninguna birta. Til að fá inn mann inn í borgarstjórn þarf að fà rúm 4% atkvæða. Skorum hér með á Fréttablaðið að birta spurninguna. Takk fyrir.“

segir Björg á Facebook.

Björg Kristín segir við Eyjuna að viðmið Fréttablaðsins færist til milli kannana:

„Í fyrri könnunum hjá Fréttablaðinu var sagt að framboð þyrftu að fá 0.7 prósenta fylgi til að verða nafngreind í könnuninni hjá þeim. Gott og vel. Í síðustu könnun var lágmarkið fært í eitt prósent. Í þeirri könnun mældumst við undir einu prósenti og vorum ekki nefnd á nafn, en við vitum að við fengum 0.7 prósent þar. Við höfðum áður gert okkar eigin könnun. Það var MMR sem framkvæmdi hana frá 13.-19. apríl. Í þeirri könnun mældumst við með 5.6 prósenta fylgi. Þetta ósamræmi milli kannana fannst okkur skrýtið og spurðum því blaðamanninn sem gerði fréttina um könnun Fréttablaðsins, hvernig spurningin þeirra hefði verið orðuð. Við höfum ekkert heyrt meira af því og þögnin hjá Fréttablaðinu er æpandi í þessu máli,“

segir Björg Kristín og ítrekar hversu mikilvægar slíkar kannanir eru fyrir lítil framboð eins og Höfuðborgarlistann:

„Okkar tilfinning er eins og verið sé að fela minni framboðin þar sem þau skipti engu máli, hvort sem það sé okkar framboð eða önnur. Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt fyrir þessi minni framboð, sem eiga undir högg að sækja, að fá sanngjarna meðferð, því þetta eru afar skoðanamyndandi kannanir. Við viljum einfaldlega fá þetta upp á yfirborðið.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

OR var með ólöglega álagningu

OR var með ólöglega álagningu
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina