fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ekki andast úr spenningi yfir Miklubrautinni

Egill Helgason
Sunnudaginn 22. apríl 2018 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eitt helsta loforð Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar í borginni síðla í maí að Miklabrautin verði sett í stokk. Eitthvað segir manni að maður þurfi ekki að andast úr spenningi vegna þesssa.

Það er jú nýbúið að laga Miklubrautina, þær framkvæmdir stóðu yfir síðasta vor og sumar sé einhver búinn að gleyma því. Ári síðar er rokið upp og tilkynnt að gatan verið lögð neðanjarðar.

Í sjálfu sér væri það hið besta mál, myndi fegra borgina og bæta. Eitt allra stærsta málið í borginni er hvernig hægt er að draga úr bílaumferð, stöðug aukning hennar er heimskuleg, heilsuspillandi og til mikilla lýta.

En það er ýmislegt sem gæti gert þessar framkvæmdir mjög erfiðar. Eitt er að Miklabrautin er á forræði Vegagerðarinnar, hún er þjóðvegur, skilst manni. Vegagerðin hefur áður orðið uppvís að undarlegum garra í garð Reykjavíkurborgar. En svo er það sjálf framkvæmdahliðin. Hvað ætli taki mörg ár að grafa niður Miklubrautina?

Og það er ekki bara hún sem þarf að fara undir jörðina heldur líka tengingarnar við hana við nýju Hringbrautina. Það útheimtir mjög stórar framkvæmdir. Hvað ætli Miklabrautin, aðalleiðin upp úr bænum, eða hlutar hennar, þurfi að vera lengi lokuð til að hægt sé að grafa, steypa og malbika? Við gætum þurft að upplifa mörg ár með miklum töfum.

Ekki að framkvæmdin sé ekki góð í sjálfu sér – ég myndi bara ekki binda alltof miklar vonir við að hún verði að veruleika, þótt lofað sé mánuði fyrir kosningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt