fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Gulir borðar og bolir sönnunargögn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sönnunargögnin sem spænska herlögreglan hefur í fórum sínum gegn ungu stúlkunni sem var handtekin fyrir hryðjuverk í Katalóníu á þriðjudagsmorgunin eru gulir borðar, áletraðir bolir og skjáskot af Barcelona.

Saksóknari Spánar hefur einnig upptökur af samtölum hennar þar sem rætt er um að loka götu í Barcelona sem hluta af mótmælum samtakanna sem hún tilheyrir, en samtökin hafa stundað friðsamar aðgerðir til að mótmæla ofsóknum og mannréttindabrotum spænskra stjórnvalda í Katalóníu. Ein af aðferðunum sem samtökin hafa beitt er að loka þjóðvegum, þar sem hópur fólks í gulum vestum kemur sér fyrir og lokar fyrir umferð þar til að lögreglan leysir aðgerðirnar upp.

Greint var frá því í gær að önnur konan sæti ákærum fyrir hatursglæp þegar hún hengdi borða utan á svalirnar hjá sér og mótmælti því ofbeldi sem landar hennar voru beittir af herlögreglu Spánar á kjördaginn 1. október.

Katalónar saka spænska ríkið um að beita grimmu ofbeldi til að kveða niður tveggja alda sjálfstæðisbaráttu katalóna. Segja þeir spænsk yfirvöld ofsækja Katalóna og að árásirnar verði grimmari með hverjum deginum sem líður. Sjö einstaklingar hafa verið handteknir í vikunni og sakarefnin eru að efna til uppþots, óhollusta við spænska ríkið, hryðjuverk og óhlýðni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“