fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Eyjan

Inga Sæland um Svandísi Svavars: „Ætlar að eyðileggja Hugarafl með öllu“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 9. apríl 2018 23:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra harðlega í færslu á Facebook. Hún segir Svandísi ætla að eyðileggja samtökin Hugarafl, sem veitt hafa eftirfylgd og stuðning við þá sem glíma við geðræn vandamál.

Samtökin hyggjast mótmæla í hljóði í dag fyrir utan Velferðarráðuneytið, í kjölfar þess að heilsugæslan ákvað að slíta samstarfi við samtökin. Hugarafl sér fram á mikla erfiðleika í kjölfarið og segjast munu missa húsnæði sitt. Þá munu um 800 skjólstæðingar samtakanna missa þá þjónustu sem samtökin hafa veitt þeim.

Inga bendir á að í maí í fyrra hafi Svandís beint fyrirspurn sinni til þáverandi heilbrigðisráðherra, (Óttarr Proppé), um hvernig stæði á því að fjárveitingar hafi verið lækkaðar og hvort mat eða úttekt á starfi Hugarafls hafi farið fram áður en fjárveitingar voru lækkaðar í fjárlögum 2017:

„Það er ótrúlegt að hér sé sami einstaklingur á ferð og fyrir ekki ári síðan. Hún talar um hvað Hugarafl hafi markað sér mikla sérstöðu á Íslandi, talar um lækkaðar fjárveitningar til Hugarafls en hvað er hún að gera sjálf ? Jú hún ætlar að eyðileggja Hugarafl með öllu,“

segir Inga um Svandísi og birtir fyrirspurn hennar frá því í fyrra:

„Forseti. Samtökin Hugarafl hafa markað sér mikla sérstöðu á Íslandi, en því miður hefur það verið svo að fjárveitingar til starfseminnar hafa verið lækkaðar verulega á fjárlögum yfirstandandi árs og er fyrirspurn mín komin til af því tilefni.

Ég spyr því hæstv. heilbrigðisráðherra í fyrsta lagi hvort farið hafi fram mat eða úttekt á starfsemi samtakanna Hugarafls áður en þessar fjárveitingar voru lækkaðar svo mikið sem raun varð í fjárlögum fyrir árið 2017. Í öðru lagi spyr ég: Hverjar eru meginforsendur þess að þessar fjárveitingar voru lækkaðar svo mjög? Í þriðja lagi spyr ég hvort ráðherra hafi rætt málefni Hugarafls við forráðamenn samtakanna eða hyggist gera það og ef svo er ekki, þá hvers vegna. Í fjórða lagi spyr ég ráðherra hvert hann telji að hlutverk samtaka á borð við Hugarafl sé eða eigi að vera. Hver telur ráðherra að afstaða hins opinbera til slíkra samtala eigi að vera? Hvernig telur hann að hún eigi að birtast? Hér er sem sagt í meginatriðum spurt um það með hvaða hætti formlegum samskiptum ætti að vera fyrir komið milli samtaka af þessu tagi og ráðuneytis og ráðherra hverju sinni. Það í fyrsta lagi, og svo hins vegar þær spurningar sem lúta að stöðugleika í fjármögnun samtakanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins