fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Aukin harka og mikil spenna í norsku Stórþingskosningunum – vika í kjördag

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 4. september 2017 01:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farið yfir niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar TV 2 í gærkvöldi. Skjáskot úr fréttatíma stöðvarinnar.

Í dag, mánudaginn 4. september, er vika þar til Norðmenn ganga til kosninga á norska Stórþingið. Skoðanakönnun, sem norska sjónvarpsstöðin TV 2 birti í gærkvöldi, sýnir að það stefnir í að borgaralegu flokkarnir nái að halda naumum meirihluta eftir kosningarnar.

Þeir hafa verið við völdin síðustu fjögur árin.

Norski Verkamannaflokkurinn sem er flokkur jafnaðarmanna (sósíaldemókrata) á í miklum erfiðleikum undir forystu formannsins Jonasar Gahr Störe. Flokkurinn mælist ítrekað minni eða jafnstór Hægri flokknum sem er leiddur af Ernu Solberg sitjandi forsætisráðherra.

Í könnun TV2 í gær mældust Hægri og Verkamannaflokkurinn nákvæmlega jafn stórir – hvor um sig með 26,1 prósenta fylgi.  Hægri hefur ekki mælst með jafn mikið fylgi í tilsvarandi skoðanakönnun síðan í október í fyrra og bætir sig um 1,1 prósent frá síðustu mælingu sem var gerð nú á fimmtudag.

 

Alvarleg staða jafnaðarmanna

Staðan er graf alvarleg fyrir Verkamannaflokkinn. Fengi flokkurinn 26,1 prósent eftir viku er það 4,7 prósent undir kjörfylginu við síðustu Stórþingskosningar sem voru 2013. Þá fékk flokkurinn lélegustu útkomu sína frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Norska Stórþingið.

Fari svo að Hægri flokkurinn fái meira fylgi en Verkamannaflokkurinn upp úr kjörkössunum 11. september missir sá síðarnefndi stöðu sína sem stærsti flokkur Noregs. Þá yfirburði hefur flokkurinn haft óslitið í 90 ár – allar götur síðan 1927. Þannig geta úrslitin orðið söguleg.

Könnun TV2 í gær færði Verkamannaflokknum fleiri slæmar fréttir. Í henni kom fram að 67,1 prósent aðspurðra töldu að Erna Solberg yrði forsætisáðherra Noregs að loknum kosningum. Það þýðir að fólk telji að hún muni leiða nýja meirihlutastjórn borgaralegu flokkanna. Aðeins 31,5 prósent sögðust halda að Jonas Gahr Störe yrði næsti forsætisráðherra og þá í forsvari fyrir stjórn vinstri flokkanna.

Hér hefur heldur betur sigið á ógæfuhliðina fyrir formann Verkamannaflokksins. Fyrir aðeins þremur vikum síðan töldu álíka margir að hann yrði næsti forsætisráðherra og þau sem veðjuðu á Ernu Solberg. Þau stóðu jafnfætis en nú sekkur Störe en Solberg virðist hafa meðbyr.

Hafi þetta verið slæmar fréttir fyrir núverandi stjórnarandstöðu í Noregi undir forystu jafnaðarmanna, þá biðu hennar þó aðrar verri í þessari könnun. Hún bendir nefnilega til að borgaralegu flokkarnir sem nú eru við völd (Hægri, Framfaraflokkurinn, Vinstri og Kristilegi þjóðarflokkurinn) fái alls 87 þingsæti. Vinstri-græna blokkin svokallaða (stjórnarandstaðan) sem eru Verkamannaflokkurinn, Sósíalíski vinstriflokkurin og Miðflokkurinn fá 78 þingsæti. Síðan síðan stefnir í að Græningjar og kommúnistaflokkurinn Rautt hljóti tvö þingsæti hver. Aðrir ná ekki á þing.

Verði þetta niðurstöður kosninga þá er ljóst að Erna Solberg verður áfram forsætisráðherra í Noregi.

 

Hádegisfundur í Norræna húsinu

Í tilefni þess að kjördagur nálgast nú óðum í Noregi verður efnt til hádegisfundar um kosningarnar og norsk stjórnmál í Norræna húsinu, í dag mánudag, frá kl. 12-13:15.

Aðalræðumaður fundarins er norsk-íslenski blaðamaðurinn Mímir Kristjánsson. Hann er fréttastjóri norska blaðsins Klassekampen.

Í kjölfar ræðu hans verður rætt um stöðuna í norskum stjórnmálum í pallborði.

Þátttakendur í pallborði eru, auk Mímis: Björg Eva Erlendsdóttir, frkvstj. Vinstri grænna, Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður Ungra Pírata og fyrrum framkvæmdastjóri Stúdentaþings Oslóarháskóla og Magnús Þór Hafsteinsson, ritstjóri Vesturlands.

Fundarstjóri er Bogi Ágústsson, fréttamaður og formaður Norræna félagsins á Íslandi.

Fundurinn fer fram á ensku og íslensku. Ókeypis og allir eru velkomnir.

Aðstandendur fundarins eru Norðurlönd í fókus, Alþjóðamálastofnun HÍ og Norræna félagið á Íslandi.

Nordmennene går til Stortingsvalg den 11 september. Norden i fokus inviterer derfor til frokostmøte, den 4 september kl. 12 – 13:15 i Nordens Hus om det kommende valget.

Hovedtaler er den islandsk – norske journalisten Mímir Kristjánsson. I paneldebatten vil det være et par islendinger som kjenner godt til den politiske situasjonen i Norge.

Møte vil foregå på islandsk og engelsk .

Arrangementet er gratis og åpent for alle.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki