fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Fjármálaeftirlitið verði lagt niður

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 30. júní 2017 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Frá bankahruni hefur starfsmannafjöldi FME farið úr 66 í 118 og starfsmenn Seðlabanka úr 116 í 185. Þeim virðist ekki ætla að fækka þó að höftin séu að mestu horfin og bankakerfið eitt hið best fjármagnaða í heimi. Það skortir því ekki mannauðinn, en dettur einhverjum í hug að eftirlitið sé helmingi betra og öruggara og áður? Nei, enda er það ekki markmiðið að hafa sem flesta starfsmenn á fóðrum. Eftirlitið á að vera hæfilegt og það þarf að vera vandanum vaxið.“

Þetta segir leiðarahöfundur Viðskiptablaðsins í nýjasta tölublaði blaðsins. Er þar vitnað í nýja skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem álit AGS frá árinu 2014 er áréttað um að Fjármálaeftirlitinu skorti bæði tennur og sjálfstæði á meðan það væri brýnt að hafa eftirlit með fjármálakerfinu. Einfaldast sé að leggja það niður:

Það reyndist ekki vandanum vaxið á bóluárunum og vanmáttugt í bankahruninu. Í eftirmálum hrunsins gat það ekki varist spilltum forstjóra og þrátt fyrir gríðarlega útgjaldaaukningu og innri uppbyggingu fer því fjarri að FME njóti þeirrar tiltrúar, sem stofnuninni er nauðsynleg. Jafnvel þótt litið sé hjá öllu því, er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að það hafi á sínum tíma verið mistök að taka eftirlitið úr Seðlabankanum og setja í sérstaka stofnun.

Innan Seðlabankans sé þegar til mikið af nauðsynlegri þekkingu til að hafa eftirlit með fjármálamarkaðnum og þar sé yfirsýnin meiri:

Viðskiptablaðið hefur iðulega fundið að stjórnarháttum í Seðlabankanum; hann kann ekki alltaf að fara vel með valdið og hefur jafnvel beitt valdi án þess að hafa það. En hann er samt betur til þess fallinn að annast fjármálaeftirlit en Fjármálaeftirlitið. Það er löngu fullreynt á þá stofnun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2