fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Forði Seðlabankans ekki mikil fyrirstaða ef vogunarsjóðir láta reyna á stefnu fjármálaráðherra

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 2. júní 2017 19:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd/Sigtryggur Ari

Myntráðsleið Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra myndi útheimta gríðarlega gjaldeyrisforðasöfnun af hálfu Seðlabankans með tilheyrandi auknum vaxtakostnaði því ófullnægjandi gjaldeyrisvarasjóður myndi annars stórlega auka líkur á áhlaupi á bankakerfið og gjaldmiðilinn

Þetta segir Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins í leiðara Fréttablaðsins í dag. Segir hann að linnulaus gengishækkun krónunnar sé flóknasta viðfangsefni Seðlabankans og stjórnvalda um þessar mundir, en það þarf að leita aftur til sjöunda áratugarins til að finna víðlíka styrkingu íslensku krónunnar á jafn skömmum tíma. Í haust mun verkefnastjórn stjórnvalda koma fram með tillögur um endurmat á forsendum peninga- og gjaldmiðlastefnu. Bendir Hörður á að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu ekki á einu máli um áfangastaðinn.

Á sama tíma og forsætisráðherra segir að krónan sé framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar talar fjármálaráðherra hins vegar krónuna „niður hvenær sem færi gefst“ og reynir eftir „fremsta megni að koma hér á myntráði sem líklega á að ljúka með upptöku evru“. Þetta er undarleg staða sem er uppi innan ríkisstjórnarinnar,

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins.

segir Hörður. Segir hann að það vilji stundum gleymast þegar rætt sé um stefnu í gjaldmiðlamálum að valið sé á milli mismunandi slæmra valkosta. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra telur að festa eigi gengi krónunnar, til dæmis við evruna, með myntráði:

„Það má efast stórkostlega um að slíkt fyrirkomulag þjóni hagsmunum Íslands. Eigi fastgengisstefna í gegnum myntráð að vera farsæl til lengri tíma litið er lykilatriði að það séu náin tengsl við hagsveiflu þess myntsvæðis sem gengið er fest við. Fyrir liggur að svo er alls ekki í tilfelli evrusvæðisins þar sem Ísland hefur lítil sem engin tengsl við hagsveifluna í kjarnaríkjum myntbandalagsins.“

Þegar litið sé til hagsögunnar, hvort sem það sé til ríkisfjármála eða vinnumarkaðarins, gefi það ekki tilefni til að ætla að stjórnvöld og atvinnulífið hafi þann aga sem til þarf til að framfylgja trúverðugri fastgengisstefnu. Slíkir augljósir veikleikar hverfi ekki við að breytt sé um stefnu í gjaldmiðlamálum:

Myntráðsleið fjármálaráðherra myndi jafnframt útheimta gríðarlega gjaldeyrisforðasöfnun af hálfu Seðlabankans með tilheyrandi auknum vaxtakostnaði. Þótt bankinn hafi byggt upp forða sem nemur þriðjungi af landsframleiðslu þá þyrfti hann að vera margfalt stærri. Ófullnægjandi gjaldeyrisvarasjóður myndi að öðrum kosti auka stórlega líkur á áhlaupi á bankakerfið og gjaldmiðilinn um leið og fastgengið væri hætt að endurspegla undirliggjandi efnahagsstærðir í hagkerfinu,

segir Hörður og bætir við:

Vogunarsjóði George Soros tókst eftirminnilega að fella breska pundið árið 1992 og það má efast um að 800 milljarða forði Seðlabankans yrði mikil fyrirstaða ef sambærilegir sjóðir myndu sjá hagnaðartækifæri í því að láta reyna á fastgengisstefnu Benedikts Jóhannessonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun