fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Ný þjóðaröryggisstefna Trump kynnt í nótt

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. desember 2017 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Mynd/EPA

Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti til leiks nýja stefnu í þjóðaröryggismálum Bandaríkjanna í gærkvöldi. Slagorð stefnunnar er fengið úr kosningabaráttu Trumps, America First, eða Bandaríkin fyrst. Hinni nýju stefnu má skipta í fjóra þætti: Heimavarnir, hernaðarmáttur, velferð og uppstokkun á fríverslunarsamningum. Þá sagði Trump að helsta efnahagsógnin sem stæði að Bandaríkjunum væri Kína og Rússland, en lagði samt áherslu á að byggja upp gott samband við stórveldin. Þá ítrekaði Trump vilja sinn til að byggja vegg við landamæri Mexíkó og mærði ákvörðun sína um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og fríverslunarbandalagi Kyrrahafsríkja. Þá kom hann inn á þó ósk sína að stöndug ríki endurgreiddu kostnaðinn sem Bandaríkin hefðu af því að verja þau.

 

Ljóst er að rauði þráðurinn í stefnu Trumps er að Bandaríkin hnykli vöðvana framan í heiminn og hverfi frá þeirri slökunarstefnu (laissez faire) sem einkennt hefur utanríkisstefnu Bandaríkjanna lungann af síðustu hundrað árum, bæði í efnhags- og hernaðarlegu tilliti og taki upp hálfgerða einangrunarstefnu. Rök Trumps eru þau, að Bandaríkin geti ekki gætt hagsmuna sinna erlendis, ef þau geti ekki varðveitt velsældina heima við. „Þjóð sem er ekki í stakk búin til að sigra stríð, er þjóð sem getur ekki komið í veg fyrir stríð,“ sagði Trump.
Fjórir meginpunktar hinnar nýju stefnu Trumps eru eftirfarandi:
1. Meginland Bandaríkjanna skal verja gegn hryðjuverkaárásum og utanaðkomandi ógnum. Strangari landamæragæsla, aukið eftirliti með borgurum, efling leyniþjónustustofnana og betri varnir gegn tölvuárásum.

 

2. Auka velferð Bandaríkjamanna, riftun gildandi fríverslunarsamninga við önnur ríki eða veruleg breyting á þeim og skattalækkanir. Efnahagslegur styrkur og yfirburðir eru forsenda þess að Bandaríkin verði áfram ráðandi heimsveldi.

 

3. Bandaríkin skulu sýna mátt sinn og meginmeð því að efla og styrkja herinn. Verja skal 700 milljörðum dollara í eflingu hersins á næsta ári, í endurnýjun vopna, hergagna og uppbyggingu eldflaugavarnakerfis. Friður verður tryggður með sterkum her.

 

4. Styrkja skal pólitíska og efnahagslega stöðu Bandaríkjanna á heimsvísu með milliríkjasamskiptum, þróunaraðstoð og öðru, til að halda Rússum og Kínverjum í skefjum og „stuðla að friði“ í heiminum. Um leið er brýnt að flagga hernaðarmætti Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

OR var með ólöglega álagningu

OR var með ólöglega álagningu
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina