fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Eyjan

„Margir vilja breytingar, en ekki breytingar á austurrískum hefðum“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. desember 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katla Hannesdóttir

Mikil mótmæli voru í Vínarborg í gær, þar sem nýrri hægristjórn Frelsisflokksins og Lýðflokksins undir forystu Sebastian Kurz kanslara var mótmælt. Flokkarnir þykja hafa æði harða útlendingastefnu og óttast margir hvað hún geti haft í för með sér. Katla Hannesdóttir er Vínarbúi til margra ára og ræddi við Eyjuna um ástandið í Austurríki. Hún sér litlar breytingar til framfara.

 

 

 

Það er verið að sverja inn menn til embættis hér sem eru yfirlýst hliðhollir Þriðja ríkinu og hafa á opinberum vettfangi margoft sést með merki sem hafa beina skírskotun til nasismans. Í gær var miðbænum lokað og það var eitthvað um mótmæli en það var búið að vara við því að öll bílaumferð yrði stöðvuð á vissum stöðum svo þetta var að ég held ekki jafn slæmt og búist var við. Þeir hafa auðvitað viðbragðsáætlun síðan síðast þegar Frelsisflokkurinn komst í ríkisstjórn,

 

segir Katla. Flokkarnir voru síðast í stjórn frá 2000 til 2005. Jörg Haider var formaður Frelsisflokksins, en þótti of umdeildur til að verða kanslari. Mörg lönd, bæði innan ESB og utan, neituðu samt að vinna með Austurríki að ýmsum málum, í mótmælaskyni við stefnu stjórnarinnar, sem þótti of hægrisinnuð. Kötlu finnst stjórnmálin stöðnuð í Austurríki:

 

Vandamálið er að pólitíkin hér er frekar stöðnuð, það er búin að vera hin rauð-svarta ríkistjórn í mjög mörg ár og fólk er orðið mjög þreytt á að ekkert gerist eða breytist í stjórnmálunum. Þar af leiðandi eru sumir, þó svo að þeir fyrirlíti Frelsisflokkinn, pínu fegnir að þeir séu samt komnir í ríkisstjórn núna, bara í von um breytingar. Staðan er líka þannig núna að flokkurinn NEOS er ásamt ríkisstjórnarflokkunum með það mikinn meirihluta að þeir gætu farið fram á stjórnarskrárbreytingar. NEOS er ungur flokkur á frjálslynda vængnum sem vill breyta miklu og er frekar vinæll meðal ungs fólks og menntastéttarinnar og fólk gerir sér einhverjar vonir um að þeir komi til með að breyta einhverju. Því miður held ég persónulega og ég veit að það eru margir af mínum vinum og fjölskyldu á sömu skoðun, að það er ekkert nýtt og róttækt að fara að gerast.

 

Katla segir hinn nýja kanslara hafa breyst til hins verra á undanförnum misserum:

 

Lýðflokkurinn hefur nánast alltaf verið í ríkisstjórn og þó svo að þeir breyti um lit, úr svörtum í Elsu-bláann, þá breytir það engu um þeirra pólítísku afstöðu. Sebastian Kurz (eða Dúmbó eins og hann er kallaður af þeim sem finnst ekki mikið til hans koma) hefur breyst úr vinalega unga manninum í frekar afturhaldssaman þingmann sem treður í gegn lögum um að ekki megi hylja andlit sitt á almannafæri. Í Austurríki eins og mörgum öðrum löndum ríkir trúfrelsi og því  mátti ekki setja lög sem banna búrkur þannig að þeir bönnuðu fólki að hylja andlit sitt. Fyrstu vikuna sem lögin voru í gildi voru ýmsir sektaðir og þar á meðal alls konar fólk í grímubúningum, tengt auglýsingaherferðum  verslana. Þetta fer mikið í skapið á fólki og nú er verið að kanna lögmæti þessara laga þar sem að ung kona með trefil fór í mál eftir að hún var sektuð.

 

Katla segir marga vilja breytingar, en ekki breytingar á hefðum:

 

Ég þekki nánast engan sem kaus Frelsisflokkinn í þessum kosningum, nema iðnaðarmennina sem voru að vinna í húsinu mínu og tvo Uber bílstjóra sem keyrðu mig og merkilegt nokk, þeir voru allir Austurrískir ríkisborgarar af erlendum uppruna, sem fannst vera komið nóg af útlendingum í Vínarborg ! Einnig hef ég heyrt að margir af kjósendunum sé eldra fólk svo þetta er eins og allsstaðar annars staðar, búið er að sigta út kjósendur sem auðvelt er að hræða og þá sem eru í neðstu stéttum þjóðfélagsins. Þetta er Austurríki í hnotskurn; Margir vilja breytingar, en ekki breytingar á austurrískum hefðum, sem hafa ekkert breyst undanfarna áratugi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“
Eyjan
Í gær

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar