fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Framkvæmdastjóri NATO: Ástand heimsmála undangengið kynslóðarskeið aldrei hættulegra

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 9. september 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjóri NATO málar ástand heimsmála dökkum litum.

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Norður Atlantshafsbandalagins NATO segir að heimsmálin hafi á undangengu „kynslóðaskeiði“ aldrei verið á jafn ískyggilegu og háskalegu stigi og nú.

Þetta kemur fram í viðtali sem breska blaðið Guardian á við hinn norska framkvæmdastjóra NATO.

Stoltenberg segir að nú séu veður válynd í heimsmálum á fleiri en einni slóð samtímis.

Ástandið er ófyrirsjáanlegra og erfiðara vegna þess að við mætum svo mörgum áskorunum á sama tíma. Við sjáum aukin umsvif með gerðeyðingavopn í Norður-Kóreu, við stöndum andspænis hryðjuverkamönnum og Rússland eflist. Heimurinn er hættulegri en fyrr,

sagði Stoltenberg þar sem hann heimsótti breska hermenn í Eistlandi. Undanfarna daga hefur hann heimsótt NATO-hersveitir í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi.

Næstkomandi fimmtudag hefst sex sólarhringa löng sameiginleg heræfing Rússlands og Hvíta Rússlands. Hún ber heitið Zapad 2017. Rússar hafa lýst því yfir að 12.700 hermenn eigi að taka þátt í æfingunni sem eigi að snúast um varnir gegn hryðjuverkum og að henni sé ekki beint gegn neinu sérstöku ríki. Þessu er mætt með vantrú á Vesturlöndum.

Rússarnir segja að þeir ætli að æfa um það bil 13 þúsund menn. Við höfum ástæður til að ætla að æfingin verði miklu stærri og flóknari en svo. Okkar mat er að á bilinu 70 til 150 þúsund hermenn taki alls þátt í þessu,

sagði Morten Haga Lunde yfirmaður leyniþjónustu norska hersins við dagblaðið Verdens Gang í Noregi fyrr í þessari viku.

Rússneski kjarnorkukafbáturinn Yuri Dolgorukiy. Mynd: GettyImages

Lunde segir að strax í byrjun mánaðar hafi mátt greina aukin hernaðarumvif Rússa. Meðal annars hafi Norðurfloti þeirra verið ræstur út frá flotahöfnum á Kólaskaga þar sem herskip og kafbátar hafi siglt út í Barentshafið. Á sama tíma hafi miklir liðsflutningar átt sér stað á svæðinu frá St. Pétursborg að Hvíta Rússlandi og þá í átt að Eystrasaltslöndunum og Póllandi.

Jens Stoltenberg tekur undir það að Rússar séu sennilega að blekkja með því að gefa upp of lágar tölur um fjölda hermanna sem taki þátt í Zapad-æfingunni. Það hafi þeir gert við fyrri Zapad-æfingar sem fóru fram 2009 og 2013.

Áhyggjur NATO-manna af þessari heræfingu Rússa bæta gráu ofan á svart sem er að sjálfsögðu ástand mála á Kóreuskaganum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins