fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Eyjan

Spennan magnast á Kóreuskaga – Norður-Kórea sprengir vetnissprengju

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 4. september 2017 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-Un einræðisherra Norður-Kóreu fylgist með eldflaugatilraun. Mynd/EPA

Suður-Kóreumenn segjast hafa séð vísbendingar um að Norður-Kóreumenn ætli sér að halda áfram eldflaugatilraunum sínum, hugsanlega langdræga eldflaug. Norður-Kóreumenn segja að þeir hafi sprengt vetnissprengju í gær, sprengju sem þeir geti komið fyrir á eldflaug. Suður-Kóreumenn hafa sent nágrönnum sínum í norðri skýr skilaboð með því að halda sínar eigin eldflaugaæfingar.

Bandaríkjamenn hafa gefið út að þeir muni svara með „gríðarlegum hernaðarmætti“ ef sér eða bandamönnum sínum yrði ógnað. Suður-Kóreumenn og Bandaríkjamenn eru nú að koma fyrir hergögnum í návígi við Norður-Kóreu, þar á meðal sprengjuflugvélum og flugmóðurskipum.

Suður-Kóreumenn hafa prófað sínar eigin eldflaugar til að svara kjarnorku- og eldflaugatilraunum Norður-Kóreu. Mynd/EPA

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter að „friðartal“ Suður-Kóreumanna gagnvart Norður-Kóreu myndi ekki virka. Gagnrýndi hann einnig Kínverja fyrir að vera ekki búnir að hætta alfarið viðskiptum við Norður-Kóreu, sagði Trump að hann væri að íhuga að hætta viðskiptum „við þau lönd sem stunda viðskipti við Norður-Kóreu“. Það yrði mjög stórt skref enda eru Kínverjar helsta viðskiptaþjóð Bandaríkjanna.

Erfitt er að meta stærð kjarnorkuvopnsins sem Norður-Kóreumenn sprengdu í gær, en vetnissprengjur eru talsvert öfugri vopn en þeir hafa átt fram að þessu. Suður-Kóreumenn segja að sprengjan, sem sprengd var neðanjarðar, hafi verið um 50 kílótonn, sem er fimm sinnum öflugri sprengja en þeir sprengdu í september í fyrra. CNN hefur hins vegar eftir NORSAR, norskri rannsóknarstofu, að sprengjan hafi verið um 120 kílótonn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Í gær

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“
Eyjan
Í gær

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda