fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Eyjan

Finnar stoltir af framgöngu forseta síns í Hvíta húsinu

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 30. ágúst 2017 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sauli Niinistö og Donald Trump á blaðamannafundi í Hvíta húsinu. Mynd/EPA

Eftir Björn Bjarnason:

Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hitti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í Washington DC mánudaginn 28. ágúst. Í frásögn finnska ríkisútvarpsins YLE þriðjudaginn 29. ágúst af fréttum finnskra blaða um fund forsetanna segir að það sé almennt niðurstaða blaðamannanna að finnski forsetin hafi staðið sig prýðilega og haldið máli sínu vel fram í viðræðum við bandarískan starfsbróður sinn.

Fyrir fundinn var sú skoðun ríkjandi meðal finnskra fréttaskýrenda að ástæðan fyrir að Niinistö væri boðið til Hvíta hússins væri nálægð Finna við Rússa og tengslin við þá. Á blaðamannafundi forsetanna fékk sú skýring þó ekki vængi.

Í Helsingin Sanomat segir að forsetarnir hafi greinilega haft ólík áhugamál sem þeir vildu ræða við blaðamennina. Trump hafi verið með hugann við Mið-Austurlönd en Niinistö við öryggismál á Eystrasalti. Blaðið bendir á að af forverum Niinistö hafi aðeins Uhro Kekkonen sem var forseti Finnlands í 26 ár verið boðinn í opinbera heimsókn í Hvíta húsið.

Trump hrósaði Finnum sérstaklega fyrir sérþekkingu þeirra á netöryggi.

Finnskur fréttamaður spurði Trump hvort hann teldi ógn stafa af Rússum. Bandaríkjaforseti skautaði í kringum málið með því að segja að hætta stafaði af mörgum ríkjum án þess að nefna Rússa sérstaklega til sögunnar.

Í Turun Sanomat segir að Niinistö hafi vakið máls á hlýnun jarðar og áhrifum hennar á norðurskautinu. Blaðið segir að Trump hafi aldrei notað orðið „loftslagsbreytingar“ á blaðamannafundinum þótt hann segði Bandaríkjamenn ætla að minnka útblástur á koltvísýringi um helming.

Í finnskum fjölmiðlum er lýst undrun yfir að Trump hafi sagt að Finnar ætluðu að kaupa F18 orrustuþotur frá Boeing. Undrunina má rekja til þess að Finnar hafa ekki tekið neina ákvörðun um þetta efni, kaup á nýjum vélum fyrir flugherinn er enn á athugunarstigi. Niinistö leiðrétti Trump á Twitter þar sem hann sagði: „Fréttin um kaup á F-18 orrustþotum er fölsk.“

Þá vakti það einnig nokkurt uppnám á Twitter að Trump ruglaðist á tveimur finnskum blaðakonum: Paula Vilén frá YLE og Mariu Annala, frá finnsku fréttastofunni STT.

Niðurstaða YLE er að Finnar séu almennt ánægðir og stoltir vegna framgöngu forseta síns þótt bandarískir fjölmiðlamenn hafi haft minni áhuga á heimsókn hans og boðskap en fréttum af heimavelli eins og flóðunum í Texas og sakaruppgjöf Joes Aipaios, umdeilds fyrrv. lögreglustjóra.

Birtist fyrst á vef Varðbergs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Í gær

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“
Eyjan
Í gær

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda