fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019
Eyjan

Spá hækkun á húsnæði, fötum, mat og eldsneyti

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2017 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% í ágúst frá fyrri mánuði, miðað við þá spá muni verðbólga því aukast úr 1,8% í 1,9% í ágúst. Útlit sé fyrir að verðbólgan verði við 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans í kring um næstu áramót, en verði síðan að jafnaði rétt um 3,0% út árið 2019.

Hækkandi íbúðaverð vegur hvað þyngst til hækkunar á vísitölunni í  ágúst. Reiknuð húsaleiga, sem endurspeglar að mestu þróun íbúðaverðs, vegur til 0,18% hækkunar vísitölunnar. Í heild vegur húsnæðisliðurinn til 0,23% hækkunar í ágúst.

Nú þegar farið sé að síga á seinni hluta sumarútsala, munu þá áhrif útsöluloka í fata- og skóverslunum vega til 0,19% hækkunar á vísitölu neysluverðs samkvæmt spá Íslandsbanka. Útsölulok skýri einnig að mestu 0,04% hækkunaráhrif vegna húsgagna og heimilisbúnaðar í ágústspánni.

Verðhækkun á mat- og drykkjarvörum vegur til 0,04% hækkunar á vísitölunni, þá vegur hækkandi eldsneytisverð einnig til 0,04% hækkunar vísitölunnar í mánuðinum. Skýringin í báðum tilfellum sé að mestu lækkandi gengi krónu frá júníbyrjun.

Hins vegar sé útlit er fyrir að flugfargjöld lækki talsvert í ágúst eftir ríflega 20% hækkun í júlí. Þá standa enn yfir útsölur í ýmsum tegundum verslana, og koma áhrif þeirra fram að nokkru leyti í ágúst, ekki síst í verði raftækja. Aðrir liðir vega samanlagt til 0,11% hækkunar vísitölunnar í mánuðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Ríki í ríkinu