fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Vill breyta Högum í kaupfélag

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 4. ágúst 2017 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands. Samsett mynd/DV

Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi og fyrrverandi ritstjóri og útgefandi stingur upp á að breyta Högum í kaupfélag að erlendri fyrirmynd. Hagar, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup, Útilíf og Zöru, eru nú að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða.

Gildi lífeyrissjóður er stærsti einstaki hluthafinn með rúman 13% eignarhlut í Högum, þar á eftir kemur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 10,24%, Lífeyrissjóður verslunarmanna með rúm 7% og Birta lífeyrissjóður með 5,4%. Spyr Gunnar Smári á Fésbók að úr því að launafólk eigi Haga að svo til öllu leyti, hvort það megi ekki breyta verslununum í kaupfélag.

Útfærir Gunnar Smári hugmyndina á eftirfarandi hátt:

Félagsmönnum í lífeyrissjóðunum væri þá sent félagsskírteini og þeir gætu ákvarðað hvort álagning ætti að vera 15% í framtíðinni eða 40%, eins og nú er. Hagnaður umfram það sem þarf til að viðhalda tækjum og tólum væri síðan greiddur út til félagsmanna í hlutfalli við hversu mikið þeir keyptu á árinu,

Bætir hann við að kaupfélög, sem kölluð eru Co-op eða coop, hafi gengið glimrandi vel í Evrópu:

Svona coop-búðir hafa gengið glimrandi vel áratugum saman víða um Evrópu og eru miklum mun geðfelldari fyrirbrigði en matarsala í ágóðaskyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“