fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019
Eyjan

Kári stórtækastur í fjárfestingaleiðinni: Gengishagnaður yfir þremur milljörðum króna

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. júlí 2017 19:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Eyjan

Kári Stefánsson er sá íslenski athafnamaður sem flutti mest af evrum inn til landsins með afslætti gegnum svonefnda fjárfestingaleið Seðlabankans. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fv. forsætisráðherra bendir á að Kári hafi síðan verið flestum duglegri við að fordæma alla aðra fyrir að vera ekki nógu samfélagslega sinnaðir.

Í Markaðnum, viðskiptariti Fréttablaðsins, birtist í morgun úttekt á fjárfestingaleiðinni. Alls komu um 1.100 milljónir evra til landsins gegnum hana á nokkurra ára tímabili. Gulrótin var sú að þeir sem fluttu evrurnar hingað til lands fengu 20% afslátt af krónunum sem þeir fengu í staðinn.

Athygli vekur að alls flutti Íslensk erfðagreining tæplega 9,3 milljarða króna til landsins gegnum fjárfestingaleiðina, fyrst með ríflega 5 milljarða króna viðskiptum á genginu 240 um miðjan febrúar árið 2012. Gengi evrunnar í dag gagnvart krónu er 122.

Sérfróðir aðilar sem Eyjan hefur rætt við, segja að gengishagnaður fyrirtækisins af þessum viðskiptum geti numið yfir þremur milljörðum króna.

Á undanförnum árum hafa Kári og ýmsir lykilstjórnendur Íslenskrar erfiðagreiningar verið í hópi skattakónga ársins.

Flutningur á gjaldeyri til landsins

Í samtali við Stundina árið 2015, sagði Kári: „Ég er býsna ánægður með það að leggja að mörkum til samfélagsins. Ég allavega gjalda keisaranum það sem keisarans er að fullu. Allir þessir peningar sem ég er að greiða af opinber gjöld koma erlendis frá. Þannig að í þessum opinberu gjöldum endurspeglast flutningur á gjaldeyri til landsins.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fv. forsætisráðherra gerði á dögunum fjárfestingaleiðina að umtalsefni á fésbókinni og benti á að um hafi verið að ræða útsölu á krónum til þeirra sem áttu gjaldeyri í útlöndum.

„Það sama gildir í báðum tilvikum: Þessu var komið á í tíð vinstristjórnarinnar en afnumið eftir að við tókum við,“ segir Sigmundur Davíð.

„Seðlabankinn hafði talið sér þetta til tekna við losun snjóhengjunnar en við bentum á að þetta væri frestun frekar en lausn. Sem forsætisráðherra beitti ég mér fyrir því að leggja þetta af. Síðasta útboðið var haldið í byrjun árs 2015. Það má líka fylgja sögunni að, eins og komið hefur fram, átti kona sem ég þekki vel rétt á slíkum kaupum en taldi óforsvaranlegt að nýta sér hann,“ segir Sigmundur Davíð ennfremur og vísar þar til eiginkonu sinnar Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, sem kvaðst ekki vilja nýta sér fjárfestingaleiðina og fá þannig ódýrari krónur gegn því að flytja föðurarf sinn heim.

Og Sigmundur Davíð bætir við pillu, sem augljóslega er beint að Kára Stefánssyni:

Ólíkt manninum sem stóð fyrir kaupum á hátt í 10 milljörðum króna, fyrir fyrirtæki sitt, á afslætti en hefur síðan verið flestum duglegri við að fordæma alla aðra fyrir að vera ekki nógu samfélagslega sinnaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Ríki í ríkinu