fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Bilið minnkar milli WOW air og Icelandair

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2017 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bilið minnkar á milli WOW air og Icelandair þegar litið er til fjölda brottfara á Keflavíkurflugvelli í júní. Í samanburðartölum sem birtar eru á vef Túrista yfir vægi stærstu flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli í júní kemur í ljós að hlutfallið dregst töluvert saman á milli WOW air og Icelandair.

Árið 2013 töldu vélar Icelandair ríflega 70% allra brottfara á Keflavíkurflugvelli í júní og WOW air með um 15%, en í ár er munurinn minni. Icelandair er með um 53% en WOW air er að nálgast 25%. Önnur flugfélög, EasyJet, SAS og Delta, hafa haldist nokkuð stöðug síðustu ár.

Skjáskot af vef Túrista.

Alls flugu 24 flugfélög til og frá Keflavíkurflugvelli í júní sem er þremur fleiri en á sama tíma í fyrra. Ferðafjöldinn jókst um nærri fimm hundruð frá því í júní á síðasta ári og má rekja helminginn til aukinnar umsvifa WOW air en Icelandair bætti einnig við töluvert af ferðum, en í júní voru að jafnaði farnar 95 áætlunarferðir á dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn