fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019
Eyjan

Sigurður Ingi um Costco: „Er lækkandi vöruverð tímabundinn sumarsmellur?“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2017 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Samsett mynd/DV

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að verslunin hafi fengið tækifæri til að lækka verð í tíð síðustu ríkisstjórnar en það hafi skilað sér í hærri álagningu. Í grein sem Sigurður Ingi skrifar í Fréttablaðið í dag segir hann að Costco hafi þurft til að lækka vöruverð hér á landi sem sé fagnaðarefni:

„Verslunin fékk tækifæri til að lækka verð án þess að það kæmi niður á álagningunni hjá þeim sem eiga í hlut. Í tíð síðustu ríkisstjórnar voru skattar lækkaðir, vörugjöld afnumin, tollar felldir niður og tollar lækkaðir af landbúnaðarvörum til að örva samkeppni. Aðgerðirnar sem verslunin kallaði sjálf eftir skiluðu sér ekki að fullu til heimilanna en þess í stað virðist sem þær hafi fyrst og fremst skilað sér í hærri álagningu heildsala og verslunar,“

segir Sigurður Ingi. Hingað til hafi neytendur haft takmarkað val, virk samkeppni skipi öllu og nú þegar neytendur hafi val um vöru og verð séu þeir orðnir virkir þáttakendur í samkeppnisumhverfinu. Aðhald frá þeim sé mikil mikilvægasta vopnið í baráttunni við að bæta samkeppnismenninguna svo vöruverð verði sambærilegt og í nágrannalöndunum:

Það var fagnaðarefni þegar samkeppnisumhverfið í smásölu tók stórt stökk fram á við til hins betra með tilkomu Costco, enda láta viðbrögðin ekki á sér standa. Neytendur bera saman verð og gæði á síðum samfélagsmiðlanna og verðvitund þeirra eykst í kjölfarið.

Ummæli forstjóra N1 setja ugg

Sigurður Ingi segir það óneitanlega hafa sett ugg að sjá ummæli forstjóra N1 um að hann hafi ekki áhyggjur af innkomu Costco á íslenskan eldsneytismarkað því þeir spái að allt muni falla aftur í sama farið.

Sjá frétt: Forstjóri N1 segir Costco „markaðssnillinga“: „Íslenska brjálæðið“

Er lækkandi vöruverð tímabundinn sumarsmellur sem rennur sitt skeið á enda? Má skilja þessi ummæli sem svo að smásalinn ætli að bregðast neytendum og heimilunum í landinu sem sjá nú fram á lækkandi vöruverð og aukinn kaupmátt samhliða aukinni samkeppni?,

Það er búið að vera mikið að gera í Costco frá því að verslunin opnaði fyrir meira en mánuði. Mynd/Sigtryggur Ari

spyr Sigurður Ingi. Fram hafi komið að álagning verslana og vöruverð sé hærra hér á landi en almennt gerist í nágrannalöndum okkar. Fákeppni og samþjöppun hafi hamlað heilbrigðri samkeppni og neytendur séu berskjaldaðir gagnvart stærð ráðandi aðila:

„Vöruverð hefur t.d. ekki lækkað í takt við styrkingu krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og er það miður. Enda kom það á daginn að eftir að alþjóðleg samkeppni var orðin staðreynd, tók verslunin skyndilega við sér og fór í róttækar hagræðingaraðgerðir til að mjaka vöruverðinu eilítið niður á við.“

Vonandi séu leikreglurnar að breytast

Hann segir samþjöppun hafa komið niður á greininni sjálfri, framleiðni minnki, óhagræði aukist, vöruverð hækki og hvatar til nýsköpunar minnki:

Það var á sínum tíma óskiljanlegt að Samkeppniseftirlitið heimilaði að til væri einn risi á smásölu- og heildsölumarkaði sem nú heitir Hagar. Launakjör stjórnenda og hagnaður risans síðustu ár benda til fákeppni og að neytendur hafi greitt óhóflega hátt verð. Það er vonandi að leikreglurnar séu að breytast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Ríki í ríkinu