fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Forstjóri N1 segir Costco „markaðssnillinga“: „Íslenska brjálæðið“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 23. júní 2017 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eggert Þór Kristófersson forstjóri N1. Mynd/n1.is

Eggert Þór Kristófersson forstjóri N1 segist ekki hafa áhyggjur af innkomu Costco á íslenskan eldsneytismarkað, sagan hafi kennt að nýjungar á markaði séu mjög vinsælar fyrst um sinn en svo dragist það saman. Í helgarblaði DV sem kom út í dag er rætt við forstjóra íslensku olíufélaganna sem segjast ekki hafa miklar áhyggjur af þessum nýja samkeppnisaðila. Costco býður upp á nokkuð lægra eldsneytisverð en samkeppnisaðilarnir og er nánast stöðug röð bíla á bensínstöðina, hefur Costco sent erindi til Garðabæjar um að fá að stækka stöðina um fjórar dæluslöngur.

Eggert Þór segir að N1 sé ekki í samkeppni við Costco:

Við erum ekki í samkeppni við Costco og munum aldrei vera það. Þeir eru með eina bensínstöð í Garðabæ á meðan við erum með yfir 100 stöðvar um allt land, sem eru opnar allan sólarhringinn.

Nýjungar vinsælar fyrst um sinn

Það er búið að vera mikið að gera í Costco frá því að verslunin opnaði fyrir mánuði. Mynd/Sigtryggur Ari

Segir Eggert Þór að hann viðurkenni að N1 geti lært margt af Costco, þeir séu „markaðssnillingar“ sem hafi nýtt sér fjölmiðla til að fá ókeypis umfjöllun. N1 festi nýlega kaup á Festi hf. Undir þeirri samsteypu eru verslanir og fyrirtæki á borð við Krónuna, Nóatún, Kjarval, Elko, vöruhótelið Bakka og fasteignasafn Smáragarðs, Eggert Þór segir of snemmt að ræða um breytingar því ferlið sé rétt að byrja. Hefur hann litlar áhyggjur af Costco, sagan kenni okkur að nýjungar séu vinsælar fyrst um sinn:

„Bauhaus seldi meira en Byko og Húsasmiðjan fyrstu 30 dagana. Ég veit ekki alveg hvort það sé enn þannig. Það var líka biðröð á Dunkin’ Donuts fyrstu tvær vikurnar. Íslenska brjálæðið á til að vera mjög hresst og skemmtilegt. Við tökum hlutina með trompi. Það er ekkert að því,“

segir Eggert og bætir við:

Ég veit alveg hvað kostar að kaupa bensín til Íslands og selja það ef taka á tillit til alls kostnaðar og fjárfestinga sem eru talsverðar. Ef N1 myndi selja bensín á sama verði og Costco þá myndi ég tapa á því. Og af því að N1 er markaðsráðandi aðili á olíumarkaðinum þá væri það lögbrot og við hjá N1 erum með skýra sýn á að fylgja eftir öllum lögum og reglum. Ólíkt okkur, þar sem bensín og olía eru okkar helsta söluvara, þá nota Costco-menn eldsneytið til að lokka fólk í verslunina sína. Þess vegna niðurgreiða þeir bensínið og það er greinilega markaðskostnaður hjá þeim, sem er fín strategía hjá þeim en gengur ekki upp fyrir N1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins